Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1988, Qupperneq 48

Æskan - 01.03.1988, Qupperneq 48
gæludýrasýningin Það verður ábyggilega líf og f]ör í Reiðhölliniu i Víðidal dagana 16. og 17. apríl. Þar verður haldin gæludýrasýning með glæsibrag. Ekki er að efa að katta-eigendur fjölmenni með húsprýði sína því að meðal atriða er fegurðarsam' keppni katta. Verðlaunin eru ekki heldur af lakara taginu: Sá köttur sem þykir mest augnayndi glæsta styttu og eru kölluð Morris-verðlaun. Það þykir hinn mesti vegsauki fyrir köttinn og þanu sem hefur þann heiður að vera á heimili með hon- um! Að sjálfsögðu verða líka hundar á svæðinu. ÞeU munu leika hstir sínar og við vitum að þeir eru ótrúlega leiknir enda hafa þeir verið við æfrngar ha því í nóvember. Þjálfarar hafa náðarsamlegast feng' ið að fylgjast með þeim og mun það ekki hafa spiÞ1 fyrir góðum árangri. Okkur rámar reyndar í að hundar og kettir láu stundum ófriðlega er leiðir þeirra skerast en vaent' anlega verður séð til þess að slíkt gerist ekki á sýn- ingunni. Annars gæti allt farið í hund og kött! Svo kann vel að vera að dýrin, sem koma fram, séu hátt hafm yfir hátterai Högna vinar okkar - hvað þa pabba hans! - og hugleiði ekki einu sinni að standa í illindum. Við höfum líka séð hugðnæmar ljós' myndir af vináttu hunda og katta og minnumst þess að í sveitinni forðum hafi samkomulagið verið giska gott á stundum. Við þykjumst því vita $ ýmis gangur sé á þessu sem öðru. Þeir sem drífa sig á sýningarsvæðið geta lagt sína um fiskagöngin og virt fyrir sér fiska í búrum og súlum og getið sér til um fjölda þeirra. Sá g£t' spakasti fær fiskabúr í verðlaun! Sumum hugnast fuglar betur og þeir geta hlusí' að og horft á smáa og stóra páfagauka og ýmsar finkutegundir. Nagdýra-unnendur fá að sjá efth' læti sín: Kanínur, hamstra, naggrísi og mýs. Gunnar Vilhjálmsson hefur haft veg og vanda at að koma upp sýningunni en verslunin Dýraríkið stendur að henni.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.