Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1988, Page 26

Æskan - 01.10.1988, Page 26
Skátaþáttur l]msjón: Stefan Mar 09 Að finna Högnastaði hlöðu uið hesKaupstað. t • Nú er skátastarfið hafið af krafti víðast hvar á landinu og skátafélög farin að senda tilvonandi flokksforingja á nám- skeið. Eitt slíkt námskeið var haldið í skíða- skálanum í Oddsskarði helgina 9.-11. september sl. Þangað komu krakkar frá Neskaupstað, Egilsstöðum og Eskifírði. Skátunum, sem voru um 30, var skipt í fíóra flokka og var reynt að koma því svo fyrir að skátar frá öllum stöðunum væru í hverjum hópi. Hver flokkur, sem í voru 5-8 skátar, fékk svo fyrsta starfs- verkefni sitt en það var að búa til nafn, söng og hróp fyrir flokkinn. Einnig átti flokkurinn að velja sér flokksforingja. Með þessari flokkavinnu er verið að fá fram hugmyndir hvers skáta og efla sjálf- stæði hans. Á námskeiðinu lærðu skátarnir á átta- vita, að hnýta hnúta og súrringar, leiki og söngva, skyldur foringja, áætlanagerð og fleira. Það skemmtilegasta var svo Hike-ferð þar sem flokkarnir gengu eftir korti að stöðum sem þeir áttu að fínna og voru eyðibýlið Högnastaðir og hlaða við Neskaupstað. Á leiðinni leystu þeir verkefni og þegar á áfangastað var komið grilluðu þeir banana með súkkulaði og pylsu í brauði. Um kvöldið voru flokk- arnir með kvöldvöku. Flokkarnir fóru saman tveir og tveir og komu til baka í skálann kl. 11 daginn eftir og gafst þá tími til að ræða um ferð- ina, rifía upp hvað gleymdist og hvað fór vel. Auðvitað höfðu krakkarnir frá miklu að segja eftir velheppnaða ferð. Skátarnir á Neskaupstað heita Nes- búar og hefur verið gott starf hjá þeim. í sumar fóru þeir á skátamót í Ásbyrgi og buðu skátaflokki frá Fellabæ við Egils- staði með. Á Eskifírði hefur ekki verið skátastarf í mörg ár en verið er að kanna möguleika á því. Ásbúar á Egilsstöðum eru komnir af stað eftir nokkurt hlé. Arngrímur Blöndal frá Eskifirði sá um kennslu á áttavita. ^tZ,!9"SSKðm ^ennir Sirgi ^ Réttur hnútur

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.