Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 26

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 26
Skátaþáttur l]msjón: Stefan Mar 09 Að finna Högnastaði hlöðu uið hesKaupstað. t • Nú er skátastarfið hafið af krafti víðast hvar á landinu og skátafélög farin að senda tilvonandi flokksforingja á nám- skeið. Eitt slíkt námskeið var haldið í skíða- skálanum í Oddsskarði helgina 9.-11. september sl. Þangað komu krakkar frá Neskaupstað, Egilsstöðum og Eskifírði. Skátunum, sem voru um 30, var skipt í fíóra flokka og var reynt að koma því svo fyrir að skátar frá öllum stöðunum væru í hverjum hópi. Hver flokkur, sem í voru 5-8 skátar, fékk svo fyrsta starfs- verkefni sitt en það var að búa til nafn, söng og hróp fyrir flokkinn. Einnig átti flokkurinn að velja sér flokksforingja. Með þessari flokkavinnu er verið að fá fram hugmyndir hvers skáta og efla sjálf- stæði hans. Á námskeiðinu lærðu skátarnir á átta- vita, að hnýta hnúta og súrringar, leiki og söngva, skyldur foringja, áætlanagerð og fleira. Það skemmtilegasta var svo Hike-ferð þar sem flokkarnir gengu eftir korti að stöðum sem þeir áttu að fínna og voru eyðibýlið Högnastaðir og hlaða við Neskaupstað. Á leiðinni leystu þeir verkefni og þegar á áfangastað var komið grilluðu þeir banana með súkkulaði og pylsu í brauði. Um kvöldið voru flokk- arnir með kvöldvöku. Flokkarnir fóru saman tveir og tveir og komu til baka í skálann kl. 11 daginn eftir og gafst þá tími til að ræða um ferð- ina, rifía upp hvað gleymdist og hvað fór vel. Auðvitað höfðu krakkarnir frá miklu að segja eftir velheppnaða ferð. Skátarnir á Neskaupstað heita Nes- búar og hefur verið gott starf hjá þeim. í sumar fóru þeir á skátamót í Ásbyrgi og buðu skátaflokki frá Fellabæ við Egils- staði með. Á Eskifírði hefur ekki verið skátastarf í mörg ár en verið er að kanna möguleika á því. Ásbúar á Egilsstöðum eru komnir af stað eftir nokkurt hlé. Arngrímur Blöndal frá Eskifirði sá um kennslu á áttavita. ^tZ,!9"SSKðm ^ennir Sirgi ^ Réttur hnútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.