Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 3
Valdimar Crímsson svarar aðdá- endum-bls. 18-19. Skrýtlur - Þjónn! Það er froskur í súpunni minni! - Ég veit það. Flugurnar eru í fríi! - Hundurinn minn kann að tefla! - Hvað segirðu!? Hann hlýtur að vera bráð- gáfaður! - Nei, það held ég ekki. Ég vinn oftast... Níels og Inga voru trúlofuð og bjuggu sam- an. Þau rifust einu sinni svo mikið að Níels fluttist aftur til foreldra sinna. Inga fór til vinkonu sinnar daginn eftir. Hún bjóst við að Níels kæmi og vildi sættast við sig. En hún var enn reið svo að hún skrifaði á miða og festi hann á dyrnar: Gott á þig! Ég er ekki heima! Níels kom og las miðann. Hann varð fokvondur og skrifaði á hann: Eins og mér sé ekki sama! Ég kom ekki hingað! Lísa litla: Veistu hvað er mikið af tannkremi íeinnitúpu? Mamma hennar: Nei, elskan mín! Lísa: Tvisvar sinnum fram og aftur eftir stofusófanum ... Óli: Hver var Kólumbus, pabbi? Pabbi: Hvað er þetta drengur! Hefurðu ekki lesið Biblíusögurnar? KÆRILESANDI! Skrýtlur eru líka á bls. 45! Nei, bíddu - ekki fletta þangað strax! Lestu þetta fyrst til enda! Ég ætla að minna þig á áskrifendagetraun Æskunnar 1992. Á síðum 8-9 lýsum við áfangastað aðalverðlaunahafa, Helsinki í Finnlandi, - segjum frá öðrum verðlaun- um og birtum spurningar. [ 1. tbl. voru líka spurningar. Þú þarft að svara þeim öllum tólf og senda lausnina til Æskunnar, póst- hólf 523, 121 Reykjavík, fyrir 31. mars - ef þú vilt eiga möguleika á verðlaunum. í næsta tölublaði kynnum við samkeppni um frumlegasta umslagið - og fræðslu- verkefnið og getraunasamkeppnina Heil á húfi. Ljóðakeppni er líkafram undan. Það er alltaf eitthvað að gerast hjá Æskunni! Ég vona að þú finnir í Æskunni efni þér til ánægju og fróðleiks - og ýmislegt til að brjóta heilann um og glíma við. Þá verður hún þértil þroska. Með kærri kveðju, Karl Helgason. Barnablaöið Æskan — 2. tbl. 1332. 33. árgangur. Skrifstofa er að Eiríksgötu 5,3. hæð • Sími ritstjóra er 10248; á afgreiðslu blaðsins 17336; á skrifstofu 17594 • Áskriftargjald fyrir 1.-5. tölublað 1992; 1970 kr. • Gjalddagi er 1. mars • Áskriftartímabil miðast viðhálftár • Lausasala: 450 kr. • Póstáritun: Æskan, pósthólf 523,121 Reykjavík • 3. tbl. kemur út 5. apríl* Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Helgason, hs. 76717 • Framkvæmdastjóri: Guðlaugur Fr. Sig- mundsson • Teikningar: Búi Kristjánsson • Útlit, umbrot, litgreiningar og filmuvinna: Offsetþjónustan hf. • Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. • Útgefandi er Stórstúka íslands I.O.G.T. • Æskan kom fyrst út 5. október 1897 Forsíðumyndin er af Ragnheiði Runólfsdóttur. - Ljósmynd: Brynjar Gauti. EFNISYFIRLIT VIÐTÖL OG GREINAR 4 Ferðast víða - en sér aðallega sundlaugar! Rætt við íþróttamann ársíns 1991, Ragnheiði Runólfsdóttur 6 Snjórinn 12 Án þín verður ekki eins gaman - um barnastúkuna Björk og Árna í Hólminum 16 „Gerum stundum at í ieiðinlegu fólki“ - tvær Eyjameyjar teknar tali 18 „Leggið ykkur fram, hlustið á þjálfarann og verið reglusöm" - segir Valdimar Grímsson í svari til aðdáenda 27 Spurt og svarað á Austurlandi 47 Kevin Costner SÖGUR lá Snjókarlinn 20 Kisa prakkari 37 Valdaránið 54 Útilegumenn TEIKNIMYNDASÖGUR 14 Björn Sveinn og Refsteinn 29 Að vera tilfriðs 35 Ósýnilegi þjófurinn 41 Reynir ráðagóði ÞÆTTIR 24 Æskupóstur 28 Úr ríki náttúrunnar 38 Poppþátturinn 44 Mér finnst 51 Frímerkjaþáttur 51 Æskuvandi ÝMISLEGT 8 Áskrifendagetraun Æskunnar 1992 10,11,42,43 Þrautir 23 Spaugsömu dýrin 26 Lestu Æskuna? 45 Skrýtlur 46 Föstudagur hjá smáfuglunum 48 Við safnarar 49 Uppfinningakeppni 50 Komdu að dansa! 52 Pennavinir 56 Mjólk er góð! 60 Ljósmyndakeppni 62 Verðlaunahafar og lausnir Veggmyndir: Sálin hans Jóns míns Kevin Costner Æ S K A N 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.