Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 7

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 7
stórtjóni. Þegar slíkt haglél gerir er hvorki mönnum né málleysingjum líft á bersvæði því að í hlýjum lönd- um geta kornin stundum orðið á stærð við gæsaregg eða jafnvel enn stærri. SLYDDA Hér er hvorki um hagl né snjó að ræða, slyddan hefur ekki náð að kristallast. Geta legið til þess tvær ástæður. Önnur er sú, að regnskúr hafi tekið að falla til jarðar hátt í lofti, þar sem hlýtt er, en hafi á leið sinni til jarðar orðið að fara í gegnum kuldabelti í loftinu og droparnir hálf- frosið þar, áður en þeir komust til jarðar. Hin ástæðan er sú, að snjór hafi verið að myndast hátt í lofti og tekið að falla, en á leið sinni til jarð- ar hafi loftið hlýnað og snjókornin hálfbráðnað. (Greinin birtist í jólablaði Æskunnar 1965. Vísindamaður las hana fyrirþessa birtingu) HVERS VEGNA ERUSTUNDUM 29 DAGAR í FEBRÚAR? vers vegna voru 29 dagar núna í febrúar? Mörg ykkar hafa eflaust velt þessu fyrir sér án þess að komast að neinni niðurstöðu. Jú, það er að vísu hlaupár í ár en hvers vegna er einum degi fleira í hlaupári en venjulegu ári? Til þess að finna svar við því verðum við að fara 2000 ár aftur í tímann. Þá var Róm aðal-menn- ingarmiðstöð heimsins og þá réð þar ríkjum maður að nafni Júlíus Ses- ar. 46 árum áður en tímatal okkar byrjaði lögleiddi hann hið svo- nefnda júlíanska tímatal sem er raunar mjög líkt okkar tímatali. Að öllum lík- indum hefurSes- ar að nokkru farið eftir tímatali Eg- ypta þegar hann gerði þessa breyt- ingu. Egyptar miðuðu tímatal sitt við svonefnt sólarár en hjá Rómverj- um vartímatalið þannig að árið 46 átti að hafa 455 daga. Eftir þessa breytingu Sesars voru 365 dagar í árinu en fjórða hvert ár var nefnt hlaupár og þá bættist einn dag- ur við í febrúar sem þá var síðasti mánuður ársins. í einu sólarári eru 365 dagar og tæpir 6 tímar. Út- reikningur Sesars var ekki alveg nákvæmur af því að hann reiknaði með því að í árinu væru 365 dagar og ná- kvæmlega 6 tímar. Hann misreiknaði sig aðeins um nokkrar mínútur en það var nóg til þess að á næstu öld- um komst á misræmi milli gangs sólarinnar og tímatals- ins. Árið 1582 ákvað Gregor páfi 13. að sleppa úr 10 dög- um til þess að laga skekkjuna. Næsti dagur á eftir 4. októ- ber það ár varð þess vegna ekki 5. heldur 15. október. Til þess að slík skekkja kæmi ekki fyrir aftur var á- kveðið að síðasta ár hverrar aldar skyldi ekki vera hlaup- ár nema ártal aldarinnar væri deilanlegt með 400. Árið 1600 var þess vegna hlaupár en ekki árið 1700,1800 og 1900. Árið 2000 verður hins vegar hlaupár. Þetta tímatal er nefnt gregoríanska tímatalið og hef- ur verið tekið upp í flestum löndum heims. Síðast var það tekið upp í Sovétríkjunum árið 1917 en þá var tíma- talið þar orðið 13 dögum á eftir okkar tímatali. Bylting- in 7. nóvember er líka oft nefnd októtberbyltingin þar- lendis. Æ S K A N 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.