Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1992, Side 8

Æskan - 01.02.1992, Side 8
FARIÐ ÚT í EYJAR Sjálfsagt er að heimsækja Suomen- linna (Sveaborg - Svíaborg), gamalt virki á eyju í mynni hafnarinnar. Þessi sögu- frægi staður er ein af perlum Helsinki. Þar er nú listamiðstöð og vinsæl baðströnd. Á eynni Seurasaari er skemmtilegt húsminjasafn og baðströnd. Frábær dýra- garður er á eynni Korkesaari. innland er útvörður Norðurlanda í austri. Helsinki (Helsingfors- Helsingjafoss), höfuð- borg landsins, er nú- tímaleg borg og á ytra borðinu er hún ekki ólík öðrum norrænum höfuðborgum. Ef betur er að gáð er hún þó á margan hátt frábrugð- in þeim, einkum vegna menningarlegra á- hrifa frá Rússlandi enda réðu Rússaryfir Finnlandi um tíma. Borgarbúar eru gest- risnir og það er gott að vera íslendingur í Helsinki. STEINKIRKJA HÖGGVIN í KLETT Margar fagrar og sérkennilegar bygg- ingar eru í borginni. Af þeim má nefna Finlandia-húsið og Temppeliaukion kirkju, steinkirkju sem höggvin er inn í klett og þykir meistaraverk. Áhugavert er að skoða Ólympíusafnið sem er við Ólympíuleikvanginn. Skammt frá honum er eitt skemmtilegasta tívolí á IMorðurlöndum, Linnanmáki. ÓljrMPÍIISAFNID TIVOUIÐ LINNANMÁKI - OG ÓTALMARGT SEM SKEMMTILEGT ER AÐ SKOÐA ÓTALMARGT ANNAÐ er gaman að sjá í Helsinki. Einnig er tilvalið að leggja leið sína til nálægra borga, til að mynda Porvoo, einnar elstu borgar Finnlands. Finnland er fagurt land og menning þessarar norrænu vinaþjóðar er sérlega athyglisverð. Þjónusta við ferðamenn er mjög góð. Gistimöguleikar eru af ýmsu tagi, góð hótel, sumarhús, bjálkakofar í skóginum, bændagisting og farfuglaheim- ili. 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.