Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1992, Side 16

Æskan - 01.02.1992, Side 16
VESTMANNA JJ GERUM STUNDUMATÍ LEIÐINLEGU FÓLKI íí Rætt við frænkurnar Evu Björk og Leu. ær Eva Björk Ómarsdóttir og Lea Tómasdóttir eru hressar hnátur á 9. ári. Þær hafa átt heima í Vestmannaeyjum frá því að þær litu fyrst dagsins Ijós. „Hérna er hægt að gera margt skemmtilegt," sögðu þær þegar Æskan tók þær tali úti í Eyjum. „Við förum til dæmis mjög oft í sund og erum báðar flugsyndar.“ Auk þess að hafa gaman af sundi eru þær oft á hjólaskaut- um (einkum á sumrin) og í ýms- um öðrum leikjum. „Svo er líka gaman í skólan- um,“ nefnir Eva Björk. - Hvað þykir ykkur skemmti- legast að læra? „Að reikna,“ svarar hún um hæl. „En leiðinlegast er í lestrar- tímunum." „Mér þykir hins vegar skemmtilegast að lesa en leiðin- legast í reikningi," segir Lea. - Eigið þið einhver systkini? Eva Björk: Ég á eins og hálfs árs bróður. Hann er stundum dá- lítil óþekktarrófa. En þá segi ég bara við hann: „Má ekkil" og hann hlýðir mér oftast." Lea: Ég á líka einn bróður og hann er kallaður Svenni. Hann er 11 ára. Stundum þegar ég er að stríða honum tuskar hann mig dálítið til og hann gerir það líka þó að ég sé ekkert að hrekkja hann. BIBLÍUSÖGURNAR SKEMMTILEGAR - Eruð þið svolitlir stríðnis- púkar inni við beinið? Eva Björk fitjar upp á nefið. „Já, kannski stundum," svar- ar hún hálfhikandi. „Við gerum þá at og svoleiðis." - Hvar og hvernig? „Til dæmis heima hjá leiðin- legu fólki eða leiðinlegum krökk- um. Þá berjum við að dyrum og hlaupum svo burtu. Það getur verið gaman að plata leiðinlegt fólktil dyra.“ Blaðamanni sýnist á svip stelpnanna að þær lumi á fleiri prakkarasögum og bíður róleg- ur eftir frekari játningum. „Stundum bönkum við líka á glugga," segir Eva Björk með semingi. „Og stundum hringjum við í fólk til að stríða því,“ heldur Lea áfram. „Þegar sá sem við ætlum að hrekkja svarar símanum skell- um við á.“ „Við gerum þetta ekki oft, bara einstöku sinnum," segir Eva Björk svo að ekkert fari á milli 7 6 Æ S K A N Eyjadæturnar og frænkurnar Eva Björk og Lea.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.