Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Síða 17

Æskan - 01.02.1992, Síða 17
EYJAR mála. „Stundum hringi ég í Orð lífs- ins, síma 10000, til að heyra les- ið úr Biblíunni," segir Lea. „En þá er ég ekki að gera at. Mér finnst gaman að hlusta á Biblíu- sögurnar." Þær Eva Björk og Lea segjast báðar vera í sunnudagaskóla á veturna. „Ég reyni að fara í hvert skipti sem hann er haldinn," segir Eva Björk. „Mér finnst mjög gaman í honum.“ „Stundum sef ég yfir mig á sunnudögum," segir Lea. „Ég vakna oft klukkan hálf tíu en stundum ekki fyrr en tólf á há- degi.“ Eva Björk: Ég bið mömmu alltaf að vekja mig þegar hún fer á fætur klukkan átta á sunnu- dagsmorgnum til að hugsa um bróður minn. Það er alls ekki erfitt að vakna svo snemma. - Hvenær farið þið að sofa um helgar? Lea: Stundum fer ég að sofa klukkan tíu, stundum klukkan eitt eftir miðnætti. Ég fer seint að sofa þegar ég er að horfa á skemmti- legar myndir í sjónvarpinu. Það lengsta sem ég hef vakað er til fjögur að nóttu en þá var mamma mín að vinna og lofaði mér að vaka eftir sér. Eva Björk: Ég hef vakað lengst til hálf þrjú en oftast er ég sofn- uð fyrir miðnætti því að ég vakna alltaf svo snemma á morgnana. REIF í HÁRIÐ Þær Eva Björk og Lea segjast eiga margar vinkonur f Eyjum. Sfðan byrja þær að telja upp nöfn þeirra stelpna sem alls ekki teljast til vina þeirra - en ág læt ógert að birta þá runu alla. „Veistu hvað ein stelpan gerði við hana Evu Björk?“ spyr Lea og er mikið niðri fyrir. „Einn daginn ætlaði hún að sækja hjólið sitt heim til stelpunnar en þá sagði stelpan við hana: „Þú færð ekki að taka hjólið þitt! Þetta er mín lóð!“ En þegar Eva ætlaði síðan að taka það reif stelpan í hárið á henni. Svo stríddi hún okkur báð- um ásamt vinkonu sinni.“ Síðan sýna Eva Björk og Lea mér hvar stelpan reif í hár þeirr- ar fyrrnefndu og lýsa því í smáat- riðum. Að síðustu spyr ég stelpurnar hvort þær eigi sér drauma um framtfðarstarf. „Ég er ekki búin að ákveða mig alveg,“ svarar Eva Björk. „En ég ætla að verða flug- freyja," segir Lea. Og þar með lauk viðtalinu við þessar hressu og skemmtilegu telpur í Eyjum. -E.l. Æ S K A N 17

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.