Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Síða 18

Æskan - 01.02.1992, Síða 18
I\/I VALDIMAR GRÍMSSON handknattleiksmaður — leikmaður íslandsmótsins 1990-1991 I/aldimar Grímsson - í landslidsbúningi. Ljósm.: Eirikur Jónsson. Eg leik sem hornamaður hægra megin. Áður sem útileikmaður á hægra vallarhelmingi. Hefur þú æft og keppt í öðrum íþróttagreinum? Já! í körfuknattleik, knattspyrnu, blaki, badminton, á skíðum, í fim- leikum, júdó, borðtennis, sundi, golfi; skák og briddsi. Hverjar eru eftirlætis íþrótta- greinar þínar aðrar en hand- knattleikur? Ég hef gaman af öllum íþróttum en mest af skák, briddsi og golfi. Hve marga landsleiki hefur þú leikið? Hve mörg mörk hefur þú skorað í þeim? 164 leiki. Eitthvað yfir 300. Hvenær lékstu fyrsta lands- leikinn með A-liðinu? En ung- lingaliðum? 30. janúar 1985 (ísland - Ung- verjaland, 28-24). 19. október 1984 (ísland - Tékkóslóvakía, 13-17). var og hvenær ertu fæddur? í Reykjavík 5. des- ember 1965. Hvar ólstu upp? í Reykjavík- Fossvogi og Selja- hverfi. Áttu systkini? Já, fjögur: Guðbjörn, Gunnar, Örnu og Heru. Hafa þau eða foreldrar þínir iðkað íþróttir - og keppt? Já! Guðbjörn bifreiða-, Gunnar skíðaíþróttir, Arna og Hera hand- bolta og fimleika, pabbi hand- og körfuknattleik. Ertu kvæntur? Áttu börn? Sambýliskona mín er Kristín Gísladóttir. Dóttir okkar heitir Esther Ösp. Hún erfimm ára. Stundar Kristín íþróttir? Já, fimleika. Hvenær byrjaðir þú að æfa handknattleik? Með hvaða fé- lagi? Haustið 1981 - af alvöru. í Val. Hvert hefur verið hlutverk þitt f leiknum? Hefur þú alltaf leikið í sömu stöðu? 7 8 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.