Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1992, Side 19

Æskan - 01.02.1992, Side 19
V Einbeitnin skín... Ljósm.iEríkur Jónsson. Hvaða sigur hefur glatt þig mest? Á FH 1988, í úrslitaleik í íslands- mótinu - og gegn Pólverjum í Frakk- landi á B-heimsmeistaramótinu 1990, einnig í úrslitaleik. Hvaða tap hefur þér gramist helst? Gegn Magdeburg í Evrópukeppni meistaraliða 1989 (í átta liða úrslit- um); og gegn Frakklandi í heims- meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu 1990. Hve oft hefur þú orðið íslands- meistari með liði þínu? Þrisvar í meistaraflokki og þrisvar íyngri flokkum. Hvaða viðurkenningar, sem þú hefur hlotið sem handknatt- leiksmaður, þykir þér mest varið í? Að vera valinn besti leikmaður ís- landsmótsins 1990-1991. Hve mörg mörk hefur þú skor- að flest á einu keppnistfma- bili í íslandsmóti? 183.16 mörk í einum leik. Af hvaða þjálfara hefur þú lært mest? En leikmanni? Boris Abkashev, Þorbirni Jens- syni og Hilmari Björnssyni. Ég hef fengið mörg góð ráð frá „gömlum" Völsurum. Hjá hvaða markmanni finnst þér erfiðast að skora mark? Einari Þorvarðarsyni - og þar næst Mats Olson. Hvaða varnarleikmann þykir þér örðugast að kljást við? Guðmund Guðmundsson. Gegn hvaða íslensku liði finnst þér þyngst þraut að leika? FH og Víkingi. Hvenær hefur reynt mest á þig í leik? í undanúrslitaleik gegn Víkingi í bikarkeppninni 1992. Áttu önnur áhugamál en íþróttir? Já, útiveru, ferðalög og að borða góðan mat. Hverjir eru eftirlætis íþrótta- menn þínir, tónlistarmenn, sviðsleikarar, kvikmyndaleik- arar, rithöfundar... Michael Jordan körfuknattleiks- maður og Bjarni Friðriksson júdó- maður. Phil Collins, Simply Red og Tod- mobile. Örn Árnason og Sigurður Sigur- jónsson. Kim Basingerog Harrison Ford. Ken Follett. Á hvaða dýrum hefur þú mest dálæti? Hestum og hundum. í hvaða skólum varstu? ísaksskóla, Fossvogs-, Öldusels- og Seljaskóla. Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Tækniskóla íslands. Hvað starfar þú? Ég er verksmiðjustjóri í Sápu- gerðinni Frigg. Hverjir finnst þér bestu kostir fólks? Hreinskilni, glaðlyndi og reglu- semi. Hvað gremst þér mest í fari manna? Þunglyndi og óstundvísi. Hvaða ráð gefur þú ungu íþróttafólki? Leggið ykkur fram við þá íþrótt sem þið æfið, hlustið á þjálfarann ogverið reglusöm, jafnt inni á vell- inum sem utan hans. Ef þið gerið þetta þá efast ég ekki um að ykkur mun ganga vel. Eg bið að heilsa ykkur öllum. Megið þið lengi lifa! „LEGGIÐ YKKUR FRAM, HLUSTIÐ A ÞJALFARANN OG VERIÐ REGLUSÖM..." I I I I I I I I I I Æ S K A N 19

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.