Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1992, Page 33

Æskan - 01.02.1992, Page 33
Hann var fjórtán ára og átti heima í Moskvu í Rússlandi. Hann hét Vikt- or Torjenkó og var hjá foreldrum sínum, ásamt tveimur systrum, í lítilli og fátæklegri íbúö í húsi sem var í hliðargötu út frá Minskíj-götu. Þegar Viktor hrökk upp að morgni þriðjudags (20.8.) var allt í uppnámi, bæði innan heimilisins og utan þess. "Hvað var að gerast? Var heim- urinn að splundrast?" Nei, heimurinn var ekki að splundrast en hann hafði þó komist nálægt því. Harðlínumenn höfðu steypt Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, af stóli og skipað neyðamefnd til þess að stjóma land- inu. Útvarpið var í gangi og sagði þul- urinn að Gorbatsjov væri í haldi í herstöð eftir að hafa verið tekinn höndum þar sem hann var í sum- arleyfi á Krímskaga við Svartahaf. Námumenn höfðu efnt til verkfalls og mikill fjöldi fólks hafði safnast saman við þinghúsið. Torjenkó-fjölskyldan gat heyrt óminn af öllum hrópunum og köll- unum í fólkinu við þinghúsið ... Það var komið kvöld. í gegnum eftir Sigríöi R. Pétursdóttur 12 ára. óhreina gluggarúðuna sá Viktor að skriðdrekar óku upp Minskíj-götu. Hann heyrði skothríð ... Harðlínumenn réðust á þinghús rússneska lýðveldisins ... Það fór hrollur um Viktor. í fjarska sá hann eldblossa, mikinn reyk og urmul fólks. Allt í einu skaut því upp í huga hans að einhvers staðar þarna úti í mannþrönginni var faðir hans ... Hann fölnaði. Hann leit á móður sína og systur sínar. Þær voru fölar og hann vissi að þeim leið ekki sem best fremur en honum sjálfum. Hann leit út og svo aftur á móður sína. Hann ákvað að fara út, finna föður sinn og berj- ast við hlið hans. Eins og maður ... Hann opnaði hurðina og rauk út. Móðir hans stökk upp og reyndi að stöðva hann. „Viktor, Viktor!" Hann heyrði óminn af rödd móð- ur sinnar á hlaupunum, ætlaði að snúa við en hélt áfram. Móðir hans horfði á eftir honum og bað Guð að gæta hans. Viktor hljóp áfram. Hann var kominn að torginu fyrir framan þinghúsið. Skriðdrekamir réðust til atlögu við rússneska borgara er sleg- ið höfðu skjaldborg um þinghúsið. Viktor hægði á sér. Þetta var óhugn- anlegt. Allt í kringum hann var fólk, eldur og reykur. Hann heyrði skot- hríð. Hann sá að ekki langt undan voru rússneskir borgarar að draga burt lík manns sem skriðdrekar höfðu ekið yfir. Bíddu við ... Hann kannaðist eitt- hvað við baksvip þessa manns sem þeir vom að draga burt. Hann tróð sér í gegnum mannþröngina og að mönnunum. Hann leit á líkið. Það var engin spurning ... Þetta var fað- ir hans. Honum sortnaði fyrir augum, sá allt í móðu, heyrði ekkert. Hann hljóp heim. Á leiðinni hugsaði hann um allt sem hann hafði séð. Hann hentist upp stigann og inn í íbúb- ina. Móbir hans stöðvabi hann. Hún sá ab eitthvað var að. Hann var föl- ur og rauðeygður. Tárin streymdu niöur kinnar hans og hann stundi upp: „Hann er dáinn, mamma ... Dáinn." Svo hentist hann inn í hliðar-her- bergið, grét og hugsaði um það sem komið hafði fyrir hann á lífsleiðinni, einkum þó það sem gerst hafði þá um daginn. Svo sofnaði hann. „Þetta bölvað valdarán," var það síðasta sem hann hugsaði áður en hann sofnaði... (Höfundur fékk aukaverðlaun fyrir sög- una í smásagnakeppni Æskunnar, Bamarit- stjómar Ríkisútvarpsins og Flugleiða 1991) Æ S K A N 3 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.