Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1992, Side 40

Æskan - 01.02.1992, Side 40
Þökk fyrir bréfin! Munið að undirrita þau með réttu nafni. Við birtum dulnefni sé þess óskað. E FINNST... ég tel... ég vil ... REYKINGAR Hæ, Æska! n . Éq er orðin mjög þreytt á sígarettureyk í knngum mig. Reyk- ingar eru beinlínis það sóðalegasta sem ég veit um. Eg er viss um að margir krakkar eru sammála mér. Ég gerði lista yfir kosti og ókosti reykinga. Hann linur þanmg út: Ókostir reykinga , Vont loft, peningaeyðsla, slæm heilsa, hætta a að ung born skaðist, ávanamyndun, subbulegt, Ijótt útlit; hver sígaretta stytt- irlífið um 4-10 mínútur. Kostir reykinga eru engir! L . ,. Það mætti bæta mörgum atriðum við ókostina en það myndi kosta marga blýanta og nokkrar bækur. Er haldið nokkurt ball þar sem ekki sést sígaretta? , Éq vildi gjarna að þeir sem eru á sama mali og eg sendu mér bréf. Ég gæti þá skrifað aftur til Æskunnar og sagt hver mð- urstaðan yrði. Ein spurning í lokin: Hvers vegna að sóa peningum í það sem er heilsuspillandi. Af hverju notar fólk ekki peningana í eitthvað skárra? Lifið' er stutt. Hvers vegna er verið að eyða því í sígarettur og rugl i stað þess að reyna að lifa góðu lífi? Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir. ÞUNGAROKK Æska! Mér finnst of mikið af neikvæðri umfjöllun um þungarokk. Það eru ekki allir (meira að segja frekar fáir) þungarokkarar sem neyta fíkniefna. Ég hlusta næstum eingöngu á þungarokk og ekki hefur það haft slæm áhrif á mig! Þungarokkarar berjast t.d. fyrir ýmsum góðum málefnum. Guns N’Roses áttu lag á plötu sem gefin var út til styrktar al- næmissjúkum börnum í Rúmeníu. Þeir stóðu líka fyrir tón- leikum til styrktar bændum í Bandaríkjunum. Margar aðrar hljómsveitir efna árlega til alls konar styrkt- artónleika. Hvað varðar þýðingar á nöfnum finnst mér þær ekki nógu sniðugar. Stundum þegar ég er að lesa greinar um leikara, söngvara og rokkstjörnur þá veit ég ekki einu sinni um hverja er verið að tala. Mér finnst þetta allt í lagi með Elísabetu Breta- drottningu, Karl Bretaprins, Margréti Thatcher og slík nöfn sem allir nota en ímyndið ykkurtil dæmis George Bush = Ge- °rg Runni! William Axl Rose = Vilhjálmur (Axl?) Rós Nei mér finnst þetta ekki rétt. Andrea Ævarsdóttir. Svar: Umsjónarmaður poppþáttarins hefur nefnt ýmislegt sem miður fer í fari og boðskap þungarokkara en hann hefur lika sagt frá baráttu margra tónlistarmanna í þágu góðra málefna. Á blaðsíðu 28 í 8. tbl. Æskunnar 1991, í þessum þætti, svaraði ég kvörtun um „þýðingu“ erlendra nafna og sagði enn einu sinni að það væri venja okkar að nota íslenska hliðstæðu erlendra skírnarnafna - ef nafn er endurtekið í texta. Ymis erlend heiti eiga sér ekki hliðstæðu í fs- lensku. Þá breytum við þeim ekki. (Andrea: Ég skýrði umsjónarmanni poppþáttarins frá beiðni þinni í lok bréfsins) 4 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.