Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 51

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 51
ég sd slíka hluti. Hjólbarðamir fundust mér óskaplega stórir og man ég enn fremur að mér fannst munstrið d þeim gróft og stórkarla- legt. Lengi d eftir gætti ég þess, er ég fór um þýfið, gangandi eða d hesti, að fara ekki ofan í hjólförin í vagn- götunni svo að ég eyddi ekki verks- ummerkjum þessa menningar- atburðar. Það hafði komið herbíll í Selsund í fyrsta skipti. Nú fór ég að gerast nærgöngull. Ég klifraði upp d brettin og fór inn um gluggana. í öðm framsætinu ld skammbyssa. Hún var allt öðm- vísi í laginu en sú sem notuð hafði verið í sldturhúsinu d Hellu. Sú var með stóm hjóli sem skotunum var raðað í, sex að tölu. Þessi hafði ekk- ert slíkt hjól. Pabbi hafði gefið mér gömlu skammbyssuna sem leik- fang þegar við vorum flutt að Selsundi og ekki fengust lengur skot í hana. Ég hafði síðan leikið mér með hana og meðal annars tekið hana í sundur hvað eftir annað og sett hana saman aftur. Ég þóttist því heldur betur hafa vit d slíkum vopnum. En þama var eitthvað al- veg nýtt. Forvitnin ætlaði mig lif- andi að drepa, ekki síst er ég fann að hurðin var opin. Hvað það var sem í raun aftraði mér frd því að fara að handleika byssuna veit ég ekki enn. Ef til vill var það hræðsl- an við að upp um mig kæmist. Allt það sem þama var að sjd skoðaði ég hins vegar vandlega. Ef ég snerti nokkum hlut gætti ég þess að skilja við hann í ndkvæmlega sömu skorðum. Þama vom meðal ann- ars sólgleraugu en þess konar tæki hafði ég aldrei séð né reynt. Enn einn viðburðurinn hafði orðið mér ógleymanlegur. Tíminn hlýtur að hafa flogið frd mér. Allt í einu heyrði ég hundgd og þd var nú tekið til fótanna. Eg hljóp bak við hesthúsið uppi d Svíra, bak við kdlgarðinn hjd hjallinum og loks bak við bæinn og fjósið og kom niður í kvíamar. Þd sd ég hersing- una koma austan þýfið en þeir sdu mig fyrst þar sem ég var komin langt frd herbílnum. Tók ég nú d móti hestunum við réttina og spretti af þeim með pabba. Her- maðurinn sem hafði hjdlpað mér með hestana, þakkaði honum fylgdina og borgaði honum eitt- hvað fyrir. Síðan héldu þeir ab bílnum, tóku út úr honum íldt og eitthvað mat- arkyns og fóm að snæða. Pabbi fór hins vegar inn í bæ. Þd kom einn þeirra til mín og spurði hvar þeir gætu kveikt eld. Ég kom af fjöllum og skildi ekki til hvers það ætti að gerast. Með orðabók gerði hann mér skiljanlegt að hann vildi elda mat. Fór ég þd og benti honum d hlóðir við Lindina þar sem við vor- um vön aö sjóða vatn er ullin var þvegin. Hermennimir vom leiknir, að mér fannst, við að kveikja eld og var brdtt kominn pottur d hlóð- ir og Bretamir gdtu fengið teið sitt. Því lengri tíma sem þetta tók þeim mun verr leið mér. Ég hélt að þeir hefðu ef til vill uppgötvað að einhver hafði verið hjd og í bíln- um. Þannig bítur sök sekan. Svo reyndist þó ekki og brdtt héldu þeir d braut. Hljóp ég þd fram að tún- hliði og opnaöi það fýrir þd. Þeir veifuðu síðan óspart til mín með- an bíllinn ók vestur með túngarð- inum. Það var ekki íyrr en d leiðinni heim frd túnhliðinu að mér varö loks ljóst að ég hafði allan tímann verið lafhræddur. Þd vaknabi líka spurningin um hvað hefði getað gerst og hvernig ef þeir hefðu nú verið að sækja Þjóðverjana. Hvað ef við hefðum verið að vinna í fjdr- húsinu? Það voru æði margar spumingar sem vöknuðu í kollin- um d mér d þessari stuttu leið. Þegar ég kom loks heim fannst mér pabbi horfa lengi og athugull d mig. Fyrst datt mér í hug að hann gmnabi að ég hefði verið að snuðra í kringum herbílinn. Ef til vill var hann aðeins að gd að því hvort mér væri brugðið. Hann minntist aldrei d þessa heimsókn og Hekluferð, fyrr eða síbar, eða nokkur annar d heimilinu. Þarna lærðist mér í fýrsta sinn að til em þeir hlutir sem aldrei framar verð- ur minnst d. FRAMHALD Æ S K A N 5 S

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.