Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 27

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 27
ALJxJÖRLEGA Á MOTI REYKINGUM KÆRA ÆSKA! Ég er algjörlega á móti reykingum. Ég á frænku sem á mánað- argamlan son. Hún reykir og hún reykti líka á meðgöngutíman- um. Hún á annan son, tveggja ára, og hún hefur alltaf reykt yfir hann líka og meðan hún var ófrísk. Mig langar stundum til að segja við hana: „Ekki reykja yfir barninu!" Hún er stundum afar kærulaus. Einu sinni setti hún strákinn, sem var í ungbarnastól, í sófa, óbundinn. Það hefði ekki þurft meira til en einhver hefði hlammað sér í sófann eða rekið sig í stólinn þá hefði hann dottið. Ég settist varlega hjá barninu til að koma í veg fyrir slys. Ég hef sama vanda og „Flækjan" í 4. tbl. en tilfinningar mínar eru allt öðruvísi. Ég vil gera allt í einu. Ég ert.d. búin að ráða mig til að gæta barna hjá átta fjölskyldum í sumar! Geggjaðl! XY. UM KENNARA SÝNIÐ MEIRI SKILNINGj FULL- Kæra Æska! ORÐNA FOLK! Mér finnst að kennarar ættu að vera skemmtilegri við nemendurna en þeir eru oft. Það væri miklu skemmtilegra í skólanum ef þeir væru betri við nem- endur sína. Skilaskol. Kæri þáttur! Ég las bréf í þessum þætti í 2. tbl. Æskunnar 1992. Það var frá stelpu sem lýsti því yfir að henni þætti reykingar subbulegar. Ég styð það alveg. En hún sagði líka að hver sígar- etta stytti líf manns um 4- 10 mínútur. Ég held að fólk lifi ekki 4-10 mínútum styttra af því að reykja eina sígaretttu heldur sé átt við tímann sem fer í að reykja hana. (Sjá svar) Mér finnst að þeir sem teljast til fullorðna fólksins megi sýna unglingum meiri skilning og eigi ekki að dæma alla eftir einum. Ef einn unglingur í hópi er fullur og hagar sér illa þá er sagt frá því eins og allir hafi verið fullir og ruglaðir. Val. Svar: Rannsóknir á afleiðingum reykinga hafa sýnt að hver sígaretta sem maður reyk- ir styttir líf hans um 7-10 mínútur. Nýjustu niður- stöður leiða í Ijós að reyk- ingamenn missa 15-20 ár aftan af ævi sinni. Að sjálf- sögðu er þarna reiknað meðaltal. Þökk fyrir bréfin - og athyglisverðar lýsingar og skoðanir. Allir sem senda bréf (til Æskunnar - eða hvert sem er) eiga að undirrita það með fullu nafni. Við birtum dulnefni sé þess óskað. Æ S K A N 2 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.