Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1992, Page 36

Æskan - 01.06.1992, Page 36
• • • RÉTTU MEGIN FRAM ÚR Herra Björn var ljúfur og góður skógar-björn - nema fyrst á morgnana. Þd var hann með ónot við frú Birnu og nöldraði við bjarnar-ungana sína. Stundum urraði hann á sjdlfan sig! Þegar leið á daginn þótti honum miður að hafa ver- ið skap-stirður. - Mér finnst leitt að hafa ónotast við þig! sagði hann við konu sína. - Mér gremst að hafa nöldrað í ykkur, sagði hann við börn sín. - Við ldtum það ekki á okkur fá! svöruðu þau jafnan. Einn daginn bætti frú Birna við: - Líklega hefur þú farið öfugu megin fram úr rúm- inu í morgun! - Hvernig getur það ver- ið? hugsaði herra Björn. Ég hef alla tíð farið sömu megin fram úr... Herra Björn velti lengi vöngum yfir þessu. Þegar leið á daginn var honum orðið ljóst að hann hafði ávallt verið viðskota-illur á morgnana. Og um kvöldið, þegar hann fór í rúmið, þóttist hann skilja hver ástæðan væri. Þess vegna fór herra Björn ekki fram úr rúminu sín megin næsta dag. Hann velti sér rösklega yfir á hina hliðina - og skall á gólfið með háum dynk. Frú Birna og litlu bangs- arnir voru viss um að hann yrði afar geð-stirður þennan morgun. En herra Björn kom nið- ur stigann brosandi út að eyrum! - Hvað er að sjá! hróp- aði kona hans. Þú brosir!! - Ég veit það! sagði herra Björn hlæjandi. Eg komst að því að ranga hliðin á rúminu er rétta hliðin mín! Það var erfitt fyrir frú Birnu að botna í þessari speki - og litlu böngsun- um datt ekki í hug að reyna að skilja föður sinn! Þeim nægði að vita að frá þessum degi var herra Björn ljúfur og góður frá morgni til kvölds! 4 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.