Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1992, Side 46

Æskan - 01.06.1992, Side 46
SKÓLAÞRÍÞRAUT FRÍ OG ÆSKUNNAR ELDHRESS I URSLITAKEPPNI Þau fara á Eyrarsundsleikana - auk Dagnýjar Skúladóttur: Daði, Sólon, Aðalheiður og Drífa. Stúlkur fæddar 1978 Drengir fæddir 1978. Drengir fæddir 1979 Drengir og stúlkur víða af á landinu komu saman að Laugar- vatni laugardaginn 30. maí. Þau höfðu unnið sér rétt til keppni í úrslitum Skólaþríþrautar Frjálsíþróttasambands íslands og Æsk- unnar með ágætum árangri í undankeppninni. Um kvöldið var farið í ratleik og haldin kvöldvaka - auk þess sem ýmsir brugðu sér í gufubað. Að morgni sunnudags reyndu þátttakendur með sér í greinunum þrem, 60 m hlaupi, hástökki og boltakasti. Dagskrá og keppni stjórnaði starfsfólk og unglinganefnd FRÍ. Stig voru gefin fyrir árangur í hverri grein. Úrslitum réði saman- lagður stigafjöldi. Stigin voru reiknuð eftirtöflu sem tekur mið af aldri - en hún er notuð á Norðurlöndum. í boltakastinu er reyndar mið- að við stigatöflu fyrir spjótkast. Ákveðið hafði verið að þau fjögur, tvær stúlkur og tveir drengir, sem flest stig fengju hlytu að launum Svíþjóðarferð til þátttöku í Eyrarsundsleikunum 9.-13. júlí. Þeir eru eitt fjölmennasta íþrótta- mót sem haldið er á Norðurlöndum og þar keppa börn, unglingar og fullorðnir. Ferðafélagarnir verða þó fimm. Svo mjótt var á munum milli tví- burasystra úr Breiðholtsskóla að ekki þótti rétt að gera upp á milli þeirra. Þær verða raunar í Danmörku um það leyti sem leikarnir fara fram og því er skammt að fara - yfir sundið! Slúlkur fæddar 1978 Svo einkennilega vildi til að myndir af drengjum og stúlkum f. 1980 mistókust öllum þeim sem tóku myndir - og til náðist. Á EYRARSUNDSLEIKANA FARA: Aðalheiður M. Steindórsd., Sólvaliaskóla -2694 stig. Daði Sigurþórsson, Gr. Stykkishólmi - 2890 stig. Dagný Skúladóttir, Breiðholtsskóla - 2548 stig. Drífa Skúiadóttir, Breiðholtsskóla - 2558 stig. Sólon M. Kristinsson, Sólvallaskóla - 2635 stig. S O Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.