Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 52
Umsjón: Ragnheiður Ármannsdóttir
UR FLOKKSBOK KUDUNGA
331. fundur Kuðunga 21. júlf 19 ...
Allir Kuðungar mættir. Fundurinn var settur að Kuðungasið kl: 17:35.
Stína sveitarforingi kom í heimsókn á fundinn til að hlýða okkur yfir
skátafræðin. Öll stóðum við okkur á prófinu. En Stína setti okkur fyrir
verkefni þar sem við áttum að skrá hjá okkur hvernig okkur gengi að
halda skátalögin, skátaheitið og fara eftir heilbrigðisreglunum. Við eig-
um að skila þessu verkefni til hennar í næstu viku.
Varðeldastjórinn, hann Siggi, sagði frá því að varðeldur Sjávardýra-
sveitar yrði næsta laugardag og að það hefði fallið í hlut okkar að sjá um
vígslu bálsins.
Margar hugmyndir voru settar fram en á endanum völdum við þenn-
an texta sem okkur þótti við hæfi í framhaldi af umræðunni um skáta-
lögin.
„Ofur litla vinsemd veitum öðrum „af og til“.
Ofur lítinn skilning þeirra ágöllum í vil.
Ofur litla hamingju látum eftir okkur sjá
og er við göngum lífsins leið við launin munum fá.“
Þegar þessu öllu var lokið var liðið vel á fundartíma okkar og ákveð-
ið að slíta fundi. Stína sveitarforingi stakk upp á því að við slitum fund-
inum að þessu sinni með því að syngja „Tendraðu lítið skátaljós" eftir
Hrefnu Tynes.
„ Tendraðu lítið skátaljós;
láttu það lýsa þér,
láttu það efla andans eld
og allt sem göfugt er.
Þá verður litla Ijósið þitt
Ijómandi stjarna skær
lýsir lýð alla tíð
nær og fjær. “
Avallt
viðbúinn!
SKATALOGIN
1. Skáti segir satt og stendur
við orð sín.
2. Skáti er traustur félagi og vinur.
3. Skáti er hæverskur í hugsunum,
orðum og verkum.
4. Skáti er hlýðinn.
5. Skáti er glaðvær.
6. Skáti er öllum hjálpsamur.
7. Skáti ertillitssamur.
8. Skáti er nýtinn.
9. Skáti er snyrtilegur í umgengni
og ber virðingu fyrir eigum annarra
10. Allir skátar eru náttúruvinir.
HUERNIG
GERIST EG SKATI?
Til þess að verða skáti verður þú að ganga í
skátasveit eða skátaflokk í heimabyggð þinni en
það verður að vera með vitund og vilja foreldra eða
forráðamanna þinna.
Áður en þú ert tekinn í skátahreyfinguna þarftu
að læra nokkur grundvallaratriði og sýna að hugur
fylgi máli. Þegar sveitarforinginn telur þig vera þeim
vanda vaxinn sem fylgir því að vera skáti fer fram há-
tíðleg vígsluathöfn. Vígslan er stund sem sérhver
skáti man alla sína ævi.
Skátalögin eru reglur sem skátar um heim allan
eiga að fara eftir: Þú lofar að gera allt sem í þínu
valdi stendur til að halda þau þegar þú vinnur skáta-
heitið.
Það er vandasamt að halda þetta heit en það er
mjög mikilvægt. Hver sem ekki legggur sig allan
fram við að lifa samkvæmt því er ekki skáti.
Öll erum við breysk og við villumst stundum af
leið en þá verðum við að reyna að lagfæra það sem
aflaga hefur farið. Skylda okkar gagnvart bræðrum
okkar og systrum, jafnt skátasystkinum sem öðrum,
er mikil. Við eigum að vera tilbúin til að rétta hverj-
um þeim sem er hjálparþurfi hjálparhönd hvar og
hvenær sem er.
Hér á síðunum finnur þú skátaheitið, skátalögin
og kjörorð skáta en heilbrigðisreglur Banden Powells
eru í 5.tbl. Æskunnar (síðasta tölublað).
SKATAHEITIÐ
Ég lofa að gera það
sem í mínu valdi
stendur til þess:
Að gera skyldu mína
við Guð og ættjörðina,
að hjálpa öðrum,
að halda skátalögin.
S 6 Æ S K A N