Æskan - 01.06.1992, Page 53
Hvernig er hægt að mæla hve
vatn er gegnsætt?
Til þess að mæla gegnsæi vatns er málmplötu
sökkt niður frá bát eða bryggju. Skráðu dýptina
þar sem platan hverfur sjónum.
Endurtaktu tilraunina á mismunandi stöðum í
mismunandi vötnum.
Reyndu að komast að raun um hvers vegna
gegnsæið breytist. Hvers vegna eru sum vötn glær
og önnur dimm. Er gróðurinn mismunandi í dimm-
um og glærum vötnum? Er vatnið mengað?
Búðu til þína eigin vatnssjá
Með vatnssjá getur þú rannsakað jurta- og dýra-
líf á botninum.
Gegnsæ plexíglerplata skorin
út til að vera gluggi í pípunni.
krp /V nsumarið kemur
HLdrAlifara börn og
unglingar að velta fyrir sér hvað sé
hægt að gera í fríinu. Margt er í boði,
bæði spennandi og skemmtilegt. Eitt
af því sem býðst er útilífs-og leikja-
námskeið á vegum Útilífsskólans.
Útilífsskólinn er samstarfsverkefni
skátafélaganna Dalbúa og Skjöld-
unga ásamt Þroskahjálp og Öryrkja-
bandalaginu.
Fjöldi þátttakenda á hverju nám-
skeiði er um 20 á aldrinum 8-15 ára.
Eins og undanfarin ár taka fatlaðir
einnig þátt í námskeiðunum. Það er
trú aðstandenda skólans að rétt sé
að gefa fötluðum og ófötluðum kost
á að vera saman í leik og starfi og
hefur þetta fyrirkomulag gefist vel í
starfi skólans síðastliðin sumur.
Hvert námskeið er í tvær vikur og
dagskrá erfrá kl. 10-16 en húsið er
opið milli 9 og 17. Skólinn hefurað-
setur í skátaheimilinu Sólheimum
21 a. Hver dagur hefur sitt þema þar
sem þátttakendur fá fræðslu og tæki-
færi til að takast á við verkefni tengd
skátastarfi og útilífi.
Sem dæmi um þema má t.d.
nefna: Indíánar - Fjaran - Skyndi-
hjálp - Skynjun/Skynfæri - Náttúran
- Hnútar, bönd og föndur - Að rata
- Útilega.
í lok hvers námskeiðs er sólar-
hrings útilega. Þar er m.a. farið í
gönguferð og brauð eldað á leiðinni,
farið í leiki, kvöldvaka þar sem þátt-
takendur koma saman með stutta
leikþætti og margt fleira.
Ef þú vilt frekari upplýsingar hik-
aðu þá ekki við að hringja í Skáta-
húsið í síma 15484.
Höf: GudmundurÁrmann.
Æ S K A N 5 7