Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 3

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 3
4 ## $ SUZl' w ~\ * SUÍUKI B «:,';!£ Magnús Scheving þolfimimeistari svarar aðdáendum - bls. 46 Kæri lesandi! 4 Eg vona að þú hafir notið útivistar, íþrótta og leikja í sumar - og þess starfs sem þú kannt að hafa haft með höndum. Nú er sá tími sem jafnan er hinn heitasti á árinu og þá toga leikir oftast meira en lestur. Hins vegar rignir líka einhverja daga, stundum í roki, og þá er gott að geta unað sér við að lesa Æskuna. Þú hefur eflaust heyrt að virðisaukaskattur var lagður á bækur og tímarit 1. júlí sl. Það merkir að söluverð lesefnis hækkar um 14% - nema útgefendur lækki verð á vöru sinni. Áskriftargjaldi Æskunnar hefur verið haldið eins lágu og kostur hefur verið - miðað við þann kostnað sem fylgir því að gefa út vandað tímarit, tíu tölublöð á ári. Þó munum við taka hluta skattsins á okkur, þ.e. lækka verð okkar. En á það leggst skattur ríkisins. Þegar þetta tölublað var búið til prentunar í lok júní var gengi íslensku krónunnar fellt. Vegna sumarleyfa varð að Ijúka frágangi þess áður en Ijóst varð hve mikið pappírsverð hækkaði. Þess vegna hlutum við að fresta ákvörðun um áskriftargjaldið. Hún verður tilkynnt í 7. tbl. en það kemur út um svipað leyti og innheimta hefst. Þetta varð ég að nefna þó að skemmtilegra hefði verið að ræða eitthvað annað en það. En á næstu blaðsíðu tökum við upp léttara hjal! Gangi þér allt í haginn! Með hlýrri kveðju, Karl Helgason. / »• d.1993. 94. árgangur , 3.1iaeð' • Sími ritstjóra er 10248; á afgreiðslu blaðsins 17336; á skrifstofu 17594 • Áskriftargjald fyrir 6.-10. tölublað 1993: verður tilkynnt I 7. tbl. • Gjalddagi er 1. sept. • Áskriftartímabil miðast við hálft ár • Lausasala: 450 kr. • Póstárltun: Æskan, pósthólf 523,121 Reykjavík • 7. tbl. 1993 kemur út 5. september • Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Helgason, hs. 76717 • Framkvæmdastjóri: Guðlaugur Fr. Sigmundsson • Teikningar: Búi Kristjánsson • Útlit, umbrot, litgreiningar og filmuvinna: Offsetþjónustan hf. • Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. • Útgefandi erStórstúka íslands I.O.G.T. • Æskan kom fyrst út 5. október 1897. Forsíðumyndin er tekin á Bindindismotinu í Galtalækjarskógi. Ljósm.: Guðni Björnsson. EFNISYFI RLIT VIÐTÖL OG GREINAR 4 Glatt á hjalla í Galtalækjarskógi - Bindindismótið um verslunarmanna- helgina 8 „Ég kann bestu við löngu hlaupin" - segir Eygerður Inga Hafþórsdóttir níu ára afreksstúlka 12 Vormót barnastúkna 18 Verðlaunabækur 19 Sigurvin Ólafsson knattspyrnukappi - mun æfa með Stuttgart 29 Katrín Jónsdóttir knattspyrnukappi - er fyrirliði landsliðs stúlkna 50 Góður árangur í góðu veðri - um þríþraut FRÍ og Æskunnar 61 Vinsæll „vatnsköttur" - Jeremy Jackson í Strandvörðum SÖGUR OG LJÓÐ 10 Rósin Jónas 20 Ásdís og vinir hennar 24 Ljóðakeppnin 1992 25 Of venjulegt - eða ... 37 Svaðilför 48 Frá bernskuvori TEIKNIMYNDASÖGUR 13 Reynir ráðagóði 14 Eva og Adam 35 Ósýnilegi þjófurinn ÞÆTTIR 16 Æskupósturinn 22 Lágfóta landvörður 26 Úr ríki náttúrunnar 28 Tölvuþáttur 42 Poppþátturinn 45 Frímerkjaþáttur 46 Aðdáendum svarað: - Magnús Scheving þolfimimeistari 54 Æskuvandi 56 Skátaþáttur ÝMISLEGT 6, 7, 40, 41 Þrautir 27 Ljósmyndakeppni Æskunnar 38 Skrýtlur 39 Kátur og Kútur 52 Pennavinir 58 Við safnarar 59 Lestu Æskuna? 62 Verðlaunahafar og lausnir á þrautum í 4. tbl. 1993. VEGGMYNDIR Chicago Bulls Hvar ertu í heiminn borin(n)? Æ S K A N 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.