Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1993, Page 11

Æskan - 01.06.1993, Page 11
við röltum af stað í dtt að gargandi fuglagerinu. „Þessir fuglar kallast þrest- ir," sagði ég við Snata því að hann er gdfaður hundur og finnst gaman þegar ég tala við hann eins og hann sé maður. „Þrestir gera sér hreiður í trjdm." Þegar við vorum komin að skóginum veitti ég því at- hygli að þrestirnir renndu sér alltaf upp að einu trénu og görguðu um leið. Og hver haldið þið að hafi setið hdtt uppi í tré með blóðugt nef eftir þrestina nema Mjdsa, kisan mín. Hún hafði klifrað svo hdtt upp að nú þorði hún ekki aftur niður. Þrest- irnir gerðu hverja drdsina d fætur annarri og aumingja Mjdsa sat í kút og reyndi að fela nefið d sér fyrir þeim en ekkert dugði; þeim tókst að bæta viö hverri rispunni d fætur annarri. „Vertu kyrr hérna niðri. Ég ætla að klifra upp til Mjdsu og nd henni niður úr trénu," sagði ég við Snata. Það var erfitt að klifra upp í tréð með alla þessa garg- andi fugla yfir höfði sér en mér tókst að komast nógu hdtt til að geta ndð í skottið d Mjdsu. Ég togaði en hún vildi ekki hreyfa sig. Þd kippti ég í og ætlaði að grípa hana um leið og hún félli en við það missti ég takið d trénu og datt sjdlf d hausinn niður d jörðina og Mjdsa líka. Við ldgum saman í grasinu og horfðum hvor d aðra. Snati dillaði rófunni og brosti til Mjdsu en hún tók undir sig stökk og hljóp í burtu eins og fætur toguðu. Ég veitti því athygli að nokkrir þrestir eltu hana dd- lítinn spöl, en sneru svo við og settust í trén. „Mjdsa reynir örugglega ekki aftur að nd sér í þrastarunga í þessum skógi," sagði ég við Snata. Hann brosti til mín og við löbbuðum heim d leið. Og nú görguðu fuglarnir ekki lengur heldur sungu feg- urstu söngvana sína. Öðru hverju sdum við litla, hd- fætta lóuunga hlaupa um móana og þegar við horfðum niður í gras- svörðinn sdum við köngulær og önnur smddýr hlaupa undan fótum okkar. Jd, það er nóg að gera hjd mönnum og dýrum d fjöll- um. Og svo heldur fólk að það sé leiðinlegt að búa hér. Það hefur alls ekkert vit d hlutunum. Bið að heilsa öllum krökk- um sem lesa Æskuna. Bless, þín Rósin Jónas. Æ S K A N 7 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.