Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 22

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 22
ÞÆTTIR UM UMHVERFISMÁL: LÁGFÓTA LANDVÖRÐUR Umsjón: Sigrún Helgadóttir líffræðingur. I síðustu Æsku kynnti ég Lágfótu landvörð fyrir ykkur. Nú langar mig að segja ykkur sögu sem hún hvíslaði að mér fyrir nokkrum árum. Hún sagði mér að þetta væri dæmisaga. Það merkir að sagan er ekki sönn heldur er hún samin til að kenna okkur eitthvað. Skiljið þið hvað Lágfóta landvörð- ur á við með þessari sögu? ÞINJÓÐ OG BÖRNIN HENNAR Á eyju langt norður í höfum býr kona sem heitir Þinjóð. Land hennar var fagurt. Þar bærðust grös og greinar fyrir ljúfri golu. Tærir lækir skvettust og hoppuðu á milli steina. Flugur suðuðu, fuglar sungu. Fjöll gnæfðu yfir. Himinn- inn var blár, sólin björt. Þar kom líka vetur með frosti og vindi. Kuldinn beit í kinnar Þinjóðar og barnanna hennar en það var bara hressandi og skemmtilegt, hluti af lífinu norður í höfum. Þinjóðu og börnunum hennar leið vel og þau höfðu nóg að bíta og brenna. Þinjóð átti stóran garð. í garð- inn sáði hún til matjurta á hverju vori. Á haustin uppskar hún mat- arforða fyrir sig og börnin sín. Hún tók líka frá útsæði og fræ til að setja niður í garðinn næsta vor. Svo gerðist það eitt árið að allur matarforðinn var búinn á meðan enn var vetur. Börnin voru svöng og báðu um mat. Þinjóð sá enga aðra leið en að gefa þeim af út- sæði vorsins. Það gerði hún og um vorið gat hún þess vegna ekki sett niður í allan garðinn sinn og um haustið varð uppsekran þeim mun minni en áður. Aftur kom harður vetur og aftur varð Þinjóð að gefa börnum sínum að borða hluta af útsæðinu og enn fékk hún minni uppskeru. Þannig fór þetta ár eftir ár. Garðurinn hennar Þinjóðar varð alltaf minni og minni en hún gat ekki annað. Ef hún hefði ekki gefið börnum sínum hluta af þeim fræjum og útsæði sem hún hafði tekið frá til sáningar þá hefðu börnin dáið úr hungri. Svo var það einn sólbjartan vor- dag að til Þinjóðar kom maður. Hann sagðist heita Nækti. Henni sýndist hann góðlegur og hann sagði líka: „Þinjóð, hafðu ekki áhyggjur af 2 2 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.