Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 23

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 23
mat handa börnunum þínum. Ég skal hjálpa þér. Ég skal selja þér vægu veröi, jafnvel gefa þér, mat handa börnunum þínum." Og það gerði hann. Það var ekki sami matur og þau voru vön að fá en þeim þótti hann góður og þau borðuðu hann af bestu lyst. Og Nækti kom á hverju vori meö sí- fellt meiri mat. En það var reyndar ýmislegt sem hann vildi fá í stað- inn. Það sá Þinjóð þegar tímar liðu fram. Nækti ágirntist hreina loftið sem unlukti landið hennar og tæra vatnið sem rann um það. - En í staðinn fékk hún allan þennan mat og alla þessa velmegun. Hennar eigin garður er nú orð- inn harla lítill en samt nægir upp- skera hans vel yfir veturinn vegna allrar viðbótarinnar sem kemur frá Nækta. Hún gæti smátt og smátt sáð í stærra svæði og stækk- að garðinn sinn aftur. En nei, hún nennir ómögulega að standa í því. Ár eftir ár hefur hún nú hent af- gangs útsæði og fræjum í sjóinn. Hvað ætti hún að gera annað við það? Mér sýnist þó að nú á allra síð- ustu árum sé hún farin að hugsa sig um. Hún situr á vorin og horfir yfir landið sitt. Þegar þurrt er veit hún að sólin skín eins og forðum en hún sér hvorki fjöll né himin fyrir mistri og móðu. Lækirnir skvettast ekki eins og forðum, þeir eru óhreinir. Það sér hún. Það er eins og þeir silist hægt á milli steinanna. Og hvernig er þetta með fuglana? Eru þeir hættir að syngja? Hefur Nækti tekið þá alla með sér? Hún horfir á fræin í lófa sér og útsæðið fyrir fótum sér. Og hún hugsar: „Ef ég sái þessu nú öllu í staðinn fyrir að henda hluta þess þá fæ ég meiri uppskeru í haust en ég fékk í fyrra og þá mun ég ekki þurfa að kaupa eins mikið af Nækta næsta vetur og síðastliðinn vetur. Og ef ég sái aftur öllu sem ég á næsta vor þá gæti ég komist af með að kaupa enn minna þar næsta vetur og á endanum þyrfti ég ekkert að kaupa af Nækta." Sum börnin hennar eru líka far- in aö gera uppsteyt. Þau segjast vilja fá aftur hreint loft og vatn og bót á ýmsum kvillum sem þau kenna Nækta um. Og sum þeirra segjast beinlínis vera hrædd við Nækta, ekki sé á hann treystandi, hann sé ekki allur þar sem hann er séöur, sé ekki sá Nækti sem hún haldi hann vera heldur sé hann tröll og heiti Tækni. Og einn góð- an veðurdag geti hann bara brugðist og ekki komið meir, t.d. vegna þess að hann nærist sjálfur á einhverjum þeim náttúruefnum sem brátt verða uppurin á jörð- inni. Án þeirra geti hann ekki farið um á sama hátt og hann geri nú og dreift um sig mat og velmegun. En Þinjóðu þykir lífið þægilegt eins og það er nú. Og þrátt fyrir þessar efasemdir heldur hún á- fram að henda fræjum og útsæði í sjóinn og garðurinn hennar heldur áfram að minnka og Nækti heldur áfram að færa henni meira og meira - eða þannig var það síðast þegar ég frétti af henni. Svona var sagan sem Lágfóta sagði mér og ég hef mikið hugsað um hana. Mér finnst hún hálfrugl- uð þessi Þinjóð og fyrir stuttu spurði ég Lágfótu landvörð um hana. Hún sagði mér, og allt í einu fannst mér ég heyra meiri kraft og gleði í röddinni en fyrr, að nú væri Þinjóð farin að átta sig, hún hefði á síðustu árum verið dugleg að stækka garðinn sinn þótt hann sé ekki orðinn næstum eins stór og hann var í eldgamla daga. En þegar ég vildi spyrja Lág- fótu betur út í þetta var hún horfin - rödd hennar hljóðnuð inn í ein- hvern klettinn ... Æ S K A N 2 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.