Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 25

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 25
FRAMHALDSSAGA LESENDA OF VENJULEGT - EÐA ... í fjórða kafla sögunnar fann Hlíf gylltan hring með grænum, glitrandi, oddhvössum steini. Hún setti hann á hægri baugfing- ur - og sveif þá allt í einu í björtu tómi og féll síðan til jarðar. Við henni blasti ótrúleg sjón ... 5. kafli Yfir öllu var hvít þoka. Út úr henni steig fegursta vera sem ég hafði séð. „Við höfum verið að bíða eftir þér/‘ sagði veran. Eg horfði skilningsvana á hana. Hvað átti hún við? „Þú ein getur bjargað heimin- um, ekki einungis jörðinni heldur alheiminum, frá hræðilegum ör- lögum.“ „Hvaða örlögum?“ spurði ég undrandi. „Vonda aflið í heiminum hefur styrkst ógnvænlega síðustu ára- tugina. Eg á við það afl sem kristnir menn kalla Satan. Það hefur hótað því að tortíma öllu eða taka völdin. Það getur gerst ef enn eitt stríð brýst út - en þú ert sú eina sem getur komið í veg fyr- ir það,“ sagði veran og leit á mig með lotningu. Ég trúði þessu, hvernig sem á því stóð! En hvaða samband var á milli þessa og hringsins? „Hringurinn er einungis lykill að því að þú getir heyrt í mér og séð. Og Kári er aðeins jarðneskur piltur sem var látinn leiða þig að felustað hringsins,“ sagði veran og kímdi. „En þú þarft að skýra margt fyrir mér,“ sagði ég. „Nei, nú kalla ég á Saldim og Kolmór. Þeir flytja þig á réttan stað. En ég vara þig við: Þú mátt ekki taka hringinn af þér!“ sagði veran um leið og ég var haf- in á loft af tveimur vængjuðum, gegnsæjum mönnum. Annar þeirra sagði holri rödd: „Við erum fylgdarmenn þínir. Ég er Saldim og þetta er Kolmór. Við förum ekki strax til Jarðarinn- ar. Fyrst þurfum við að kynna þig fyrir...“ Framhald óskast! Höfundar kaflanna, sem birtir verða í Æskunni, fá tvær bækur að launum. Allir sem senda við- bót fá eina bók. Framhald þarf að berast fyrir 12. ágúst nk. Merkið bréfið þannig: Æskan, - Of venjulegt - eða ... pósthólf 523,121 Reykjavík. Æ S K A N 2 5

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.