Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 29

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 29
FYRIRLIÐI LANDSLIÐS STÚLKNA í KNATTSPYRNU - svarar spurningum: Fædd í Reykjavík 31. maí 1977. Ólst upp í Kópavogi og Noregi (fjögurár). Hefur stundað knattspyrnu frá átta ára aldri, fyrst með norsku liði, „Koll“, síðan Breiðabliki. Leikur nú sem miðjumaður en áðurframherji. Meistaratitlar: Stúlknaflokkur: Fjórum sinnum íslandsmeistari utanhúss, fjórum sinnum íslandsmeistari innanhúss, fimm sinnum Gull og silfur- meistari, fjórum sinnum Pæjumeistari. - í Noregi: Óslóarmeistari - og vann nokkra titla á ýmsum mótum með „Koll“. Meistaraflokkur: (slandsmeistari 1992, Meistari meistaranna 1993, silfurverðlaun í bikarkeppninni 1992, silfurverðlaun í meistarakeppninni 1992. Hefur leikið sex leiki með landsliði stúlkna og verið fyrirliði í einum leik (22.6.1993) - og væntanlega bætt við fimm leikjum (einnig sem fyrirliði) þegar blaðið kemur út. Stundar nú körfuknattleik á vet- urna en æfði áður handknattleik og frjálsar íþróttir. Finnst lið Stjörnunnar erfiðasti andstæðingurinn. Þykir erfiðast að kljást við Möggu Ólafs áæfingum. Eftirlætis- knattspyrnumaður: Thomas Hássler íþróttamenn í öðrum greinum: Sigurður Sveinsson (m. Selfossi), Carl Lewis knattspyrnulið: Breiðablik hljómsveit: U2 tónlistarmaður: George Michael leikarar: Robert de Niro, Mel Gib- son, Whoopi Goldberg Nýliðar í stúlknalandsliðinu 1993. Katrín er önnur frá hægri í aftari röð. matur: glóðaður. Einkunnarorð: að gefast aidrei upp. Tómstundaiðkun (önnur en knatt- spyrna): Körfuknattieikur. Finnst alltaf ánægjulegast að vinna Stjörnuna. Þótti gremjulegast að tapa leik gegn ÍA í 3. flokki í íslandsmótinu 1991. Þá missti Breiðablik af fs- landsmeistaratitlinum. Vonar að hún fái einhvern tíma að leika með íslenska A-landsliðinu. Langar mest til að leika á Wembley í Englandi. Vildi gjarna fá að afhenda þýska karlalandsliðinu sigurlaun. Katrín Jónsdóttir Æ S K A N 2 9

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.