Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 39

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 39
fram til að sagan komist skil- merkilega til áhugasamra lesenda. Þátturinn Vissir þú að ...? erekki hugsaður sem frétta- þáttur. Æskan er unnin of langt fram i tímann til að hægt sé að nota hana sem fréttablað. í umræddum þætti er tint til það sem far- ið hefur framhjá þeim sem flytja daglegar eða vikulegar fréttir um dægurlagamúsík. T.a.m. þegar við rekumst á skrif um íslenskt músíkfólk í útlendum bókum eða þegar við rekumst á útlendar plöt- ur sem á er lag eftir íslend- ing. Vinsældaval er meira en nægilegt að láta fara fram einu sinni á ári. Umskiptin eru ekki það ör á popphimn- inum. Getraun öðru hverju getur aftur á móti vel komið til greina. Það er rétt hjá þér að NKOTB eiga ekki sömu vin- sældum að fagna um þessar mundir og R.E.M. Hver getur svo sem keppt við R.E.M. um vinsældir núna? Kannski „Rage Against The Machine". Skammstöfunin R.E.M. (Rapid Eye Movement) er notuð yfir það stig svefns sem kallast draumsvefn. ICE-T Ágæta Popphólf! Er ekki hægt að birta eitt- hvað um lce-T? Það er fátt skrifað um í blaðinu annað en rokk og þungarokk. í fyrra sögðuð þið að ykkur væri ekki vel við að fjalla um rapp vegna orðbragðsins hjá röppurum. En hvað með „Guns N’ Roses?“ Þið eruð alltaf að fjalla um þá hljómsveit þó að hún hafi ekki hreinan skjöld í þeim efnum. Þakka ágœtt blað, Ragnar Marinó Thorlacíus, Efritungu, 451 Patreksfjörður. Svar: Það hlýtur að vera æski- legt fyrir lesendur Æskunn- ar, jafnt börn, unglinga og foreldra, að sjónum sé beint að jákvæðum þáttum dæg- urlagaheimsins. Það er ekki þar með sagt að strangri rit- skoðun sé beitt gagnvart dökkum hliðum skemmti- þjónustunnar. En ef tveir söngvarar syngja sams kon- ar músik og njóta álíka mik- lce-T hefur einu sinni á ævinni smakkað áfengi. Hann segir það hafa verið einu skipti of oft. illar hylli þá á sá þeirra sem boðar jákvæðan lífsstil greið- ari leið á síður Poppþáttar- ins en sá sem klæmist og boðar ofbeldi eða auglýsir áfengistegundir og lofsyng- ur vímuefni, svo að tilbúið dæmi sé tekið. Ice-T er greinilega í þeim ham að ganga fram afhlust- endum með klámi og ofbeld- issinnuðum boðskap. Fyrir þær sakir sjáum við ekki ástæðu til að auglýsa hann sérstaklega. Víða í Banda- ríkjum Norður-Ameriku og i enskumælandi löndum var lag hans, „Cop Killer", bannað. Það mál þróaðist á þann veg að lagið var fjar- lægt af plötunni „Body Count" og er nú ófáanlegt. Eftir stendur að lce-T hef- ur gert nokkrar af bestu plötum rabb-deildarinnar. Einkum er platan „Original Gangster“ vel heppnuð, svo að ekki sé minnst á „Body Count“. En sú siðasta, „Home Invasion “, ereinhæ f og sviplaus. Fyrir aðdáendur lce-T og rabb- og rokkunnendur al- mennt er forvitnileg plata í vinnslu. Þar er um að ræða sérstaka plötu til minningar um Jimi heitinn Hendrix. Á henni mun lce-T syngja eða rabba lagið „Hey Joe“. Aðr- ir sem taka þátt í gerð plöt- unnar eru Red Hot Chili Peppers, Cure, Pearl Ja, Pretenders, Seal, Paul McCartney og Steve Win- wood. Að lokum er ástæða til að nefna og fagna þvíað lce-T hefur jafnan fordæmt vímu- efnafikt harðlega. Hann hef- ur m.a. leikið í kvikmyndum sem deila á fikniefnasölu. METALLICA Hæ, hæ Popphólf! Ég er fullkomlega sammála þeim sem segja að NKOTB sé ekki vinsæl hjá neinum á Höfn í Hornafirði svo að mér sé kunnugt um. Og þó að NKOTB noti ekki fíkniefni þá þýðir það ekki að hljómsveitin sé fullkomin. Hún er löngu úr- elt væl. Meirihluti krakkanna á Höfn dýrkar Metallicu sem var í 2. sæti vinsældavals Æsk- unnar. En NKOTB var fyrir neðan 5. sæti. Ert þú á móti Metallicu? Ein frá Höfn Svar: Við höfum ekkert út á Metallicu að setja. Því fer fjarri. Hún er tvímælalaust merkasta þungarokkssveit níunda áratugarins og hef- ur enn þá mjög sterka stöðu. Lars Ulrich og félagar rifu þungarokkið upp úr langvar- andi stöðnun. Þeir leiddu af öryggi til öndvegis keyrslu- rokkið („speed") og ösku- tunnurokkið („thrash“). Þeir blönduðu á heillandi máta saman norrænum metnaði og vandvirkni, enskum hrjúfleika og krafti, svo og bandarísku neðanjarðar- rokki. Nokkuð munar um - þó að það skipti ekki sköpum - að liðsmenn Metallicu eru hver um sig í hópi færustu hljóð- færaleikara rokksins. Rétt i þann mund, sem þetta er skrifað, var trommuleikarinn danski, Lars Ulrich, einmitt að slá hraðamet. Nákvæm mæling sýndi að hann sparkar fleiri slög á bassatrommuna á sekúndu en fyrri heimsmethafinn, lan Paice úr Deep Purple. Bestu plötur Metallicu eru „...And Justice For All“ og „Metallica". Hvað NKOTB varðar er of snemmt að telja þann söng- hóp af. Hápunktur vinsælda Nýju krakkanna var 1989- 1990. Þess eru reyndar eng- in dæmi í rokksögunni að sönghópur sem flytur lög sín fyrir aldurshópinn 9-15 ára hafi haldið velli jafnlengi og Nýju krakkarnir. Eðli máls- ins samkvæmt eldast liðs- menn hópsins frá þessum aldurshópi. Hins vegar er til i dæminu að einstakir liðsmenn þess konar sönghóps geti snúið vörn i sókn einir síns liðs ef vel er að málum staðið. Vin- sældir Michaels Jacksonar sanna það. Dansk-ameríska þunga- rokkssveitin Metallica er dýrkuð á Austfjörðum eins og viðar. Æ S K A N 4 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.