Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 4

Æskan - 01.08.1994, Side 4
Barnaritstjórn Ríkisútvarpsins, Flugleiðir og Æskan standa sem fyrr að samkeppninni. Hún er tvíþætt: Annars vegar keppni um sögur og Ijóð - hins vegar getraun. Tvenn aðalverðlaun eru veitt: Önnur fyrir besta Ijóðið eða söguna að mati dómnefndar - hin fyrir rétt svör í getrauninni. Þau eru ferð til Skotlands En margir aðrir eiga von á vænum vinningi: Þrjátíu aukaverðlaun koma í hlut höfunda smásagna og Ijóða og þátttakenda í getrauninni. Þau eru snælda, myndband og bók! EFNI OG GERÐ Ijóðanna og smásagnanna ráða höfundar sjálfir. Órímuð Ijóð eru jafn- rétthá rímuðum. Senda má fleiri en eitt Ijóð og eina sögu ef óskað er. Sögurnar eiga helst að vera ein vél- rituð síða (A-4) hið minnsta eða tvær handskrifaðar síður. GETRAUNINA eiga allir að geta leyst því að svör við flestum spurningunum má finna í þessu tölublaði Æskunnar eða öðr- um nýlegum! ÚRSLIT - BIRTING Sagt verður frá úrslitum í Barnaút- varpinu fáum dögum fyrir jól og í 1. tbl. Æskunnar 1995. Nokkrar sögur og Ijóð verða birt í Æskunni og flutt í barna- og ung- lingaþáttum í Ríkisútvarpinu. FRÁGANGUR OG FRESTUR Munið að láta fullt nafn fylgja Ijóð- um, sögum og svörum - og rita einnig fæðingardag og -ár, heimilis- fang og símanúmer. Skilafrestur er til 1. desember nk. Bréfin á að merkja þannig: Æskan, verðlaunasamkeppni, pósthólf 523, 121 Reykjavík. 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.