Æskan - 01.08.1994, Side 47
„ÞETTA VAR GAMAN“
Dagný segir mér að hún sé að
læra á píanó.
„Ég er að byrja annað árið mitt.
Já, mér finnst það gaman. Mig lang-
ar til að halda áfram að spila. Bræð-
ur mínir lærðu líka á píanó.“
- Hvernig fannst þér á skemmtun
Fjörkálfanna?
„Mér fannst margt mjög skemmti-
legt. “
- Og þið frænkurnar voruð ekkert
smeykar á sviðinu ...
„Nei, þetta var bara garnan."
- Höfðuð þið undirbúið ykkur fyrir
keppnina?
„Dálítið. Helga Margrét kenndi
mér lagið og mamma hennar leið-
beindi okkur.“
- Nú er skólinn að byrja ...
„Já, ég fer í þriðja bekk. Við byrj-
um á föstudaginn."
- Hvað finnst þér skemmtilegast
að læra?
„Stærðfræði."
- Þið voruð mjög samtaka þegar
þið sunguð á lokahátíðinni. Gekk
ykkur líka vel þegar lagið var tekið
upp?
„Já, en við þurftum að syngja það
oft og vorum orðnar dálítið þreyttar.
Það var gott að mamma og pabbi
voru þar hjá okkur og líka foreldrar
Helgu Margrétar.11
SVIÐSVÖN ...
Lára Sóley Jóhannsdóttir 12 ára
frá Húsavík bar sigur úr býtum á
Sauðárkróki...
„Ég var þar með mömmu og
bróður mínum. Hann var að keppa á
Króksmótinu í knattspyrnu. Þar voru
5-12 ára strákar. Hann er átta ára.“
- Það var líka keppt í heimabæ
þínum ...
„Já, en um sömu helgina.1'
- Hafðir þú stefnt að því að
keppa?
„Nei, þetta var ákveðið í skyndi
og ég æfði mig ekki sérstaklega fyrir
keppnina.“
- En þú ert ekki óvön að koma
fram ...
„Nei, ég hef sungið í skólakór og
líka með nokkrum stelpum. Við höf-
um skemmt við ýmis tækifæri. Það
byrjaði með því að kona bað okkur
að syngja á leikskólahátíð. Síðan
höfum við sungið t.a.m. á jólaballi
og áramótagleði.“
- Hefur þú lært á hljóðfæri?
Birna Kristinsdóttir 11 ára frá Selfossi og Marianna Ósk
Sigfúsdóttir 12 ára Akureyringur eiga saman met í
limbódans-keppninni. Það er 0.55 m. Hér er Maríanna Ósk
á leið undir slána.
En Bima hafði betur að þessu sinni
og hlaut því sæmdarheitið íslands-
meistari og verðlaunagrip til stað-
festingar.
Meðan Ómar fylgdist með
skemmtiatriði laumuðust tvö af
barnabörnunum i fang hans...
Gestir á samkom-
um Fjörkálfanna
voru þátttakendur
i happdrætti.
Aðalvinningurinn
var fjölskylduferð
með Flugleiðum
til Kaupmanna-
hafnar! Hér dreg-
ur Margrét Helga
Marsellíusardóttir
vinningsnúmerið
849 úr skálinni
sem Pétur Krist-
jánsson heldur á.
Páll Óskar
hengir verð-
launapening
um háls Erlu
Daðadóttur 7
ára úr Kópa-
vogi. Við sjá-
um andlit
hennará
myndinni af
öllum sigur-
vegurunum...
Æ S K A N 4 7