Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 5

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 5
SPURNINGAR I GETRAUNINNI 1 ■ Hvaða krakkar eiga heima á Dalatanga? 2. Hver er Evrópumeistari í íþróttagrein sinni, varð 2. á heimsmeistaramótinu í vor - og er ráðgjafi Æskunn- ar auk þess að sjá um þátt í blaðinu? 3. Hvaða þáttur er fluttur í Ríkisútvarpinu, á Rás 1, á sunnudagskvöldum? 4. Hvert fóru verðlaunahafarnir Hanna og Stella með Flugleiðum í sumar? 5. Hver sagði: „í fyrsta lagið að æfa mikið ... Sleppa tóbaki og áfengi og öðrum vímuefnum þegar þeir eldast." 6. Hver leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skýjahöll- inni? 7. Hver hefur átt heima á íslandi, í Danmörku og Síle? 8« Hvað heitir vinsæla framhaldssagan í Æskunni um félagana, skólann og „skotin“? 9. Hverjir höfðu forgöngu um ferð Fjörkálfanna um landið í sumar - með fjölskylduskemmtun og söngv- arakeppni Æskunnar? 10. Hver hlaut verðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur í vor fyrir bókina, Litlu greyin, og lofsvert framlag á sviði barna- og unglingabóka? VERÐLAUNAHAFAR OG VATNADYR Að þessu sinni heimsækja verðlaunahafar í smá- sagnakeppni Æskunnar, Flugleiða og Ríkisútvarpsins vini okkar Skota. Þeir eru góðir heim að sækja, kjarkmik- ið og vingjarnlegt fólk sem er stolt af uppruna sínum. Skotar eru líka afar gestrisnir og örlátir - gagnstætt því sem ætla má af skrýtlunum enda hafa Englendingar vísast samið þær! Verðlaunahafarnir fljúga til Glasgow en jafnframt því að sjá hvað borgin hefur að bjóða og litast um í verslun- um þar verður farið út fyrir borgina til að kynnast nátt- úrufegurð skosku hálendanna. Kastalinn í Iveray er til að mynda vel þess virði að skoða hann. Hin fagra Edinborg, höfuðborg Skotlands, er skammt frá Glasgow og þangað er gaman að koma. Ekki fjarri áætlunarstaðnum er vatnið Loch Ness sem frægt er fyrir það að þar mun að sögn eiga aðsetur stórt og vígalegt vatnadýr. Það mun vera kvenkyns og hefur fengið nafnið Nessie. Skotar hafa sérstakar skoðunar- ferðir um vatnið og það nýjasta er að fara með kafbáti til að freista þess að berja dýrið augum! Margir hafa talið sig sjá Nessie og jafnvel lagt fram myndir því til stað- festu. Hvort verðlaunahafarnir okkar sjá þetta fræga dýr eða ekki er erfitt að segja um en þeir fá þó aó öllum líkindum tækifæri til að sjá vatnið Ness - og víst er að þeir munu sjá og kynnast ýmsu skemmtilegu í ferð sinni til Skotlands. Æ S K A N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.