Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 50

Æskan - 01.08.1994, Side 50
AÐDÁENDUM SVARAD INGVAR SIGURÐSSON LEIKARI ÉG ÁTTI LEYNIFÉLAGA... Af hverju gerðist þú leikari? Eftir miklar vangaveltur komst ég að því að í leiklistinni væri hæfileikum mínum kannski best varið. Hvað fannst þér erfiðast í leiklistarnáminu? Skylmingar. Tókstu þátt í leiksýningum sem barn eða unglingur - í skóla eða félagsstarfi utan hans? Fórstu þá á leiklistarnámskeið? í tíu ára bekk lék ég varðmann og þegar ég var 15 ára var ég í leikrænni tjáningu hjá kennara mínum, Guðmundi Þórhallssyni. Hvaða hlutverk sem þú hefur farið með er þér eftirminnilegast? Drengurinn í Stund gaupunnar eftir Per Olof Enquist. Áttu eitthvert draumahlutverk? Öll hlutverk geta orðið drauma- hlutverk. Varstu í leynifélagi? Nei, en ég átti leynifélaga. Ég á við að hann leyndist öðrum því að enginn sá hann nema ég. Hvað um prakkarastrik? Ég var ávallt prúður. Hvaða atvik, sem gerðist þegar þú varst á barnsaldri, þótti þér ánægjulegast? Þegar Halldór bróðir nuddaði á mér loppnar tærnar. Hvað fannst þér skemmtilegast á grunnskólaárum þínum? Að tefla við afa, hlusta á Tom Jones og lesa Tinna-bækur. Lærðir þú á hljóðfæri? Ég lærði á orgel með fótbassa hálfan vetur og einu sinni fékk ég trommusett í kaup og fjögurra tíma kennslu hjá sjálfum Guðmundi Steingrímssyni. Varstu í hljómsveit? Ég var í nokkrum mjög lítt þekktum hljómsveitum. Ein þeirra varð þó „upphitunar“hljómsveit hjá ýmsum öðrum. - Ég lék þá á trommur og orgel. Hvar og hvenær ertu fæddur? Á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík 22. nóvember 1963. Hvar ólstu upp? í Bústaðahverfinu í Reykjavík en var í sveit á unglingsárum að Staðarbakka í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvaða leikir þóttu þér skemmtilegastir í „gamla daga“? Brennibolti og leikur að „tin“dátum úr plasti. Var systkinahópurinn stór? Við erum sex systkinin og ég er langyngstur. Hver voru helstu áhugamál í hópnum? Að níðast á mér! Hvaða bækur fannst þér skemmtilegastar sem barn/- unglingur? Tinna-bækurnar og Frumbyggja- bækurnar. Þær voru um landnema í Ameríku. Hvaða matur finnst þér bestur? íslenskt lambakjöt. Eldar þú einhvern tíma sjálfur? Já, oft. Ertu kvæntur? Já, Eddu Arnljótsdóttur leikkonu. Eigið þið börn? Áslák þriggja ára og Snæfríði tveggja ára. Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt? Ég er búinn að „gleymonum"! Hvert er eftirlætis-spakmæli þitt? Árinni kennir illur ræðari. Hvað eiga krakkar, sem langar að gerast leikarar, að hafa í huga? Að staldra við, skoða allt og hlusta á allt. Á leið á á svið I söngleiknum Hárinu... ■■ °ff farðaður sem persónan. 5 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.