Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 29

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 29
Þegar við gengum frá efni þessa tölublaðs um miðjan september hafði ekki verið gerð fullnaðaráætlun um ung- lingakeppnina í þolfimi,- Við bendum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í henni að fylgjast með auglýsingum í í- þróttahúsum og skólum. Við minnum líka á að reglur um keppnina voru birtar í 6. tbl. Æskunnar 1994. Magnús heldur enn áfram á sigur- brautinni. Honum var boðið með skömmum fyrirvara á mót í Kóreu, skellti sér þangað þó að hann væri ekki vel undirbúinn og vann! En víkjum nú að áhugasömum ung- lingum: í SÝNINGARFLOKKI ... Hafþór Ólafur Gestsson er 13 ára Vesturbæingur. Hann er í sýningarflokki þolfimihóps á vegum Magnúsar Schevings og félaga hans í „Areobic Sport“. Ég frétti að hann hefði náð valdi á erfiðum æfingum ... „Já, ég stekk í „spíkat“ og get gert armbeygjur með annarri hendi og haft þá annan fótinn á lofti,“ svarar hann hógvær. - Hvenær kviknaði áhugi þinn á þolfimi? „í fyrravetur. Ég hafði fylgst með Magnúsi í sjónvarpinu. Frændi minn var að vinna í Faxafeni 12 þar sem líkams- ræktarstöðin er og benti mér á að þar væru tímar fyrir unglinga. Ég skellti mér þangað með Ólafi, vini mínum. Við höf- um æft þar í sex mánuði. Tímarnir eru þrisvar í viku.“ Hafþór stekkur i „spíkat"... - En sýningarflokkurinn er nýr af nál- inni... „Já, við byrjuðum að æfa saman fyrir þremur mánuðum." - Hafið þið sýnt víða? „Við höfum sýnt hjá Vífilfelli og á hverfishátíðinni við Hólmasel í Breið- holti. Við gerum ráð fyrir að sýna hálfs- mánaðarlega í vetur.“ - Hve gamlir eru krakkarnir í hópn- um? „Við erum 13-16 ára.“ - Hefur þú æft þolfimina heima? „Já, ég æfi mig næstum á hverjum degi. Þá leik ég einhverja músík með átta töktum og bý til tveggja mínútna „rútínur" (æfingasamstæður). Ég vel saman ýmsar æfingar sem eiga að vara í tvær mínútur í heild.“ - Stundar þú aðrar íþróttir? „Já, ég æfi líka sjálfsvarnaríþróttina Taekwondo. Hún er kennd á sama stað. íslandsmeistarinn í greininni kenn- ir okkur. Hann er 16 ára.“ - Æfa margir þá grein? „Við erum ekki mörg núna en það fjölgar áreiðanlega í september því að þá verða námskeiðin kynnt. Ég var í körfuknattleik hjá KR - og fimleikum í einn og hálfan mánuð en hætti því þegar ég kynntist þolfiminni." - Hverjir eru eftirlætisíþróttamenn þínir? „Þolfimikennararnir mínir. Þeir eru allir íslandsmeistarar og mjög skemmti- legir kennarar." SJÓRÆNINGJAR ... - Hvað gerir þú annað í tómstund- um? „Ég hef verið skáti í þrjú ár. Félagið heitir Ægisbúar en flokkurinn Sjóræn- ingjar. Ég ætla á flokksforingjanámskeið sem verður haldið bráðlega. Georg, vin- ur minn, fer með mér. Kannski verðum við saman með flokk í vetur.“ - Hvað finnst þér skemmtilegast í skátastarfinu? „Ferðalögin. Við förum fjórum eða fimm sinnum á ári að Arnarsetri. Það er skátaskálinn okkar. Þar förum við til dæmis í hæk-ferðir, gönguferðir til að leysa verkefni. Á sumrin eru félagsúti- legur, oftast að Úlfljótsvatni." - Það var dýr sem tók á móti mér... „Já, hún Tinna, tíkin okkar. Hún er þriggja ára en við fengum hana þegar hún var eins árs. Við skiptumst á að fara út með hana. Ég fer niður að sjó og leyfi henni aö hlaupa þar á grasbala. Við eigum líka fiska, fjöldamarga litla gúbbífiska.“ - Hefur þú lært á hljóðfæri? „Ég fór á námskeið hjá Hljóðmúrn- um, einn mánuð, og lærði þá að stilla gítar. Ég hef verið að hugsa um að læra á gítar.“ - Hvaða tónlist líkar þér best? Hver er eftirlætis-hljómlistarmaður þinn? „Ég vil helst hlusta á hröð og fjörug lög. - Mér finnst Jimi Hendrix gítarleik- ari mjög góður.“ Æ S K A N 2 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.