Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 6

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 6
/ - úr Æskunni 1944-1948. Kennarinn: Hvað er það sem kallað erfrostmark? Sigga: Það er þegar nefið á manni verður rautt af kulda! • „Ég mætti nýja kennaranum í dag, marnrna," sagði Inga litla. „Talaði hann eitthvað við þig?“ „Hann sagði bara góðan dag- inn.“ „Hvað sagðir þú þá?“ „Ekki neitt.“ „Þú veist að þú áttir að segja líka góðan daginn." „Nei, mér fannst ekki eiga við að herma eftir honum svo að hann heyrði.“ • Óli er ekki nema fimm ára. Einu sinni náði hann sér í blað og blý- antsstubb og krotaði á það með álíka hrafnasparki og fólk á hans aldri ervant að „skrifa". „Hvað ertu að gera, Óli minn?“ spurði mamma hans. „Ég er að skrifa henni Stínu frænku,“ ságði Óli. „En þú kannt ekki að skrifa enn þá.“ „Það gerir ekkert til. Stína er ekki nema þriggja ára og getur ekki lesið þetta hvort sem er.“ • „Er það satt að þú hafir stungið hana systur þína með nál, orm- urinn þinn?“ „Jaaá." „Af hverju gerðir þú það?“ „Af því .. af því að hún barði mig á eftir.“ • Jón Jónsson var á ferð um sveit og þóttist allmikill heldri maður meðal sveitafólksins. Hann mætti gamalli konu sem vartötralega búin og hugsaði sér að henda gaman að henni. „Heyrðu, kona góð, ekki vænti ég að þú hafir mætt bíl sem var fulluraf öpum?“ „Æi, og auminginn, hentu þeir þér út, hinir apavargarnir," sagði kerla í innilegum meðaumkunar- tóni. „Það er ekki auðvelt að tala við fólk þegar maður er að spila." „Nei, ég þekki það.“ „Leikið þér líka á slaghörpu?" „Nei, en ég blæs áflautu." • Kennarinn var að kenna Ása litla að dragatil stafs. „Hvar er nú punkturinn yfir i-ið, Ási minn?“ „Hann er í blýantinum enn þá,“ svaraði Ási. • Verslunarmaður: „Hvað vantar þig, drengur minn?“ Bjössi: „Eina dós af hvítri skó- svertu.“ • Gesturá matsöluhúsi: „Ég get ekki borðað þetta ó- meti. Kallið þér á veitingamann- inn!“ Þjónustustúlka: „Hvað þýðir það! Haldið þér að hann geti borðað það?“ • Fyrirlesari var að skýra fyrir á- heyrendum sínum hvað biði jarð- arinnar í framtíðinni. Meðal ann- ars sagði hann að sennilega myndi jörðin smám saman þok- ast nær sólinni og loks myndi hún slöngvast niður í eldhaf hennar. En hann gerði ráð fyrir að þetta gerðist ekki fyrr en eftir sjötíu milljónirára. „Hvenær, sögðuð þér?“ greip einn áheyrenda fram í með önd- ina í hálsinum. „Eftir sjötíu milljónir ára.“ „Æ, það var gott,“ sagði mað- urinn. „Mér varð svo illt við því að mér heyrðist þér segja sjö milljónir ára!“ • Árni: Mamma, nú verður þú að vekja hann pabba! Mamma: Af hverju, góði minn? Árni: Hann gleymdi að taka inn svefnskammtinn sinn. • Vegfarandi: Af hverju ertu að skæla, drengur minn? Drengurinn: Af því að mamma ætlar að hafa sætsúpu í matinn og pönnukökurá eftir. Vegfarandi: Hvernig stendur á að þú skæliryfir því? Drengurinn: Ég rata ekki heim. • Þjónustustúlka: Hvenær á ég að vekja yður, frú? Frúin: Þegar ég hringi, alls ekki fyrr! • Kennarinn: Getur þú sagt mér, Siggi minn, hvað það er sem aldrei frýs, hversu kalt sem er? Siggi: Sjóðandi vatn. • „Eru ekki allar tærnar á mér jafngamlar, mamma?“ spyr Óli litli. „Jú, drengur minn.“ „Hvernig stendur þá á því að þær eru ekki allar jafnstórar?" • Kennarinn: Hver skrifaði stílinn þinn, Elli minn? Elli: Pabbi gerði það. Kennarinn: Skrifaði hann allan stílinn? Elli: Nei, ég hjálpaði honum dá- lítið. • Presturinn: Hver skapaði þig, Gunna mín? Gunna (sýnir með höndunum): Guð skapaði mig svona stóra en hitt hef ég stækkað sjálf! • Skólinn var nýbyrjaður. Kennslukonan var ung að árum. Faðir spurði son sinn, sjö ára snáða, hvernig honum litist á kennarann. Sá litli svaraði: „Þetta er bara stelpa en stund- um finnst mér hún verða kona!“ Nemandi í sögutíma: „Þó að kóngurinn kenndi sér einskis meins þegar hann háttaði um kvöldið þá var hann stein- dauður þegar hann vaknaði morguninn eftir.“ • Kári var sendur í pósthúsið að sækja bréf. „Til hvers er bréfið, væni minn?“ spurði afgreiðslumaður- inn. „Ja, það veit ég ekki en það stendur víst á bréfinu," sagði Kári. Kennarinn: Hvaða orðflokkur er kjúklingur? Kalli: Nafnorð. Kennarinn: Hvers kyns er kjúklingur? Kalli: Ja, ef hann fer að gala þegar hann stækkar þá er hann karlkyns! N, ____ I7i „Pabbi, af hverju setja málar- arnir nafnið sitt í neðra hornið til hægri?" „Það er til þess að hægt sé að sjá hvernig myndin á að snúa.“ • Faðir: Getur þú aldrei verið kyrr, Dóri? Dóri: Ég veit það ekki, pabbi minn. Ég hef aldrei reynt. • Kennarinn: Verið þið nú alveg hljóð - svo hljóð að hægt sé að heyra saumnál detta. Það varð alger kyrrð dálitla stund en þá kallaði lítil stúlka í bekknum: Kennari! Ætlið þér nú ekki að fara að láta nálina detta? 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.