Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 20

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 20
KRISTALSKULA HAM RASKÓGARINS eftir Berglindi Halldórsdóttur. Kyrrí og Aleb eru systkini. Fa&ir þeirra lét lífið í baráttunni frægu vi& dreka Kalemfjalls þegar þau voru ungbörn en mó&ir þeirra er mark- aðsbóndi í fö&urlandi þeirra, Júlídes. Það er algeng atvinna þar, sérstak- lega í „Markaösþorpinu," þorpi fjöl- skyldunnar. Hún felur í sér að bónd- inn ræktar eitthvab, t.d. grænmeti, og selur sí&an reglulega á markaði þorpsins. Utan vi& litla þorpið er stórt „ræktunarsvæði". Frásögn okk- ar hefst einmitt á þessu svæbi. Börnin og móðir þeirra eru önn- um kafin við að taka upp grænmetið því að veturinn nálgast óbum. Allt í einu smýgur þoka yfir þau og læsir sig utan um þau svo að þau sjá ekki handa sinna skil. Fljótlega fer að snjóa og þab hvessir og kólnar. Inn- an skamms nær snjórinn þeim upp á miðja kálfa og þau missa sjónar hvert á öðru. Þau kalla hástöfum í þokunni sem virðist ætla að vara endalaust. Vegna hávaðans í veðrinu verða köll- in eins og hvísl. En sem betur fer finna Kyrrí og Aleb þó hvort ann- að. „Hvar er mamma?" spyr Aleb og er gráti nær. Kyrrí hefur ekki orku til að svara. Þau vita bæði að litlar líkur er til að móðir þeirra heyri köllin. Þegar stormur- inn skall á var hún nýfarin niður að læknum sunnan við ræktunarlandið til að skola ormana úr kálinu. Eftir dálitla stund getur Kyrrí stun- ið upp: „Vib skulum grafa okkur fönn. Það er okkar eina von." Það er erfitt a& grafa berhentur í snjóinn en þau bíta á jaxlinn. Þegar þau hafa grafið um eins metra djúpa holu hnipra þau sig saman, láta fenna yfir sig og sofna. Þegar Kyrrí vaknar aftur reynir hún að grafa sér leið út. Hún býst við að sjá dagsbirtu á hverri stundu en snjórinn virðist endalaus. „Aleb, vaknaðu!" hrópar hún. „Þab eru margir metrar af snjó yfir okkur. Við erum föst!" Aleb vaknar og ætlar að spretta á fætur en rekur höfuðið illilega í „loft- ið" á litlu vistarverunni þeirra. Þau grafa af kappi marga metra upp á við en verða svo slöpp og þreytt. „Loftið er á þrotum, Aleb," stynur Kyrrí áður en hún missir mebvitund. Aleb er hins vegar æfbur í kafsundi og á því auðveldara meb að halda niðri í sér andanum og nýta súrefnið. Allt í einu heyrir hann í fjarska drunur sem nálgast óðum. Aður en hann veit af fer allt á hreyf- ingu, snjór hrynur ofan á hann og ... Ferskt loft streymir inn í lungu systkinanna og þau sjá glitta í dags- Ijós einhvers staðar langt fyrir ofan. Kyrrí rankar við sér: „Við erum frjáls! Sprunga hefur myndast í snjóinn fyrir ofan okkur." Þau eru svo glöð að þau gleyma móður sinni um stund. „Hvernig komumst við upp?" spyr Kyrrí. „Við klifrum bara, einfalt mál!" „Snjórinn hrynur niður á okkur!" „Nei, nei. Hann er svo harður. Reynum að minnsta kosti." Einhvern veginn komast þau upp. Þar sjá þau ótrúlega sjón. Umhverfið, sem þau ólust upp í, er gjörbreytt. Þorpib þeirra er horfið undir snjó. Einu sýnilegu kennileitin, sem þau þekkja, eru efstu tindar fjallanna. Víba eru sprungur líkar þeirri sem þau eru nýskriðin upp úr. í fyrstu eru þau svo hug- fangin af þessari sjón að þau gleyma stað og stund. Síð- an ranka þau við sér og átta sig á alvöru málsins. Framtíðin er ekki björt. „Hvað gerum við nú?" spyr Aleb. Kyrrí svarar ekki heldur horfir sorgmædd- um augum á bróður sinn. Allt í einu rekur hann upp óp og bendir í átt að Hamraskóginum. „Kyrrí! - sjáðu, hann er snjó- laus. Hamraskógurinn er alveg snjólaus." 2 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.