Æskan - 01.08.1994, Side 43
33. hluti
Þreyta, stöðnun og
leiði einkenndu eftir-
hippaárin 1972-1976.
Hérlendis lögðu
hipparokkararnir sköp-
unargleði á hilluna. í
staðinn hófu þeir að
syngja bandaríska
sveitasöngva með
keyptum bulltextum:
„Það blanda allir landa
upp til stranda“ og
„Diggi liggi ló“.
[ Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku og í Þýska-
landi var tekið stærra
skref frá spilagleðinni.
Rafmagnstrommu-
heili með einhæfum
„thumb-thumb“-takti
var settur í forgrunn á-
samt dönsurum, glysi og
blikljósum. Þetta
kallaðist diskó.
í fátækrahverfum
Bretlands var hins vegar
horfið til uppruna rokks-
ins.
Óagað þriggja hljóma öskurrokk tók
völd. Undir forystu Sex Pistols og Clash
varð svokallað ræflarokk eða pönkrokk
nýr músíkstíll á gömlum merg. Kjörorðin
voru: Gerðu það sjálf/ur, („Do-lt-Your-
self“) og: Máli skiptir að gera en ekki
geta.
Pönkið varð sprengja sem stokkaði
upp dægurlagavettvanginn. Rótgrónar
poppstjörnur urðu allt í einu gamaldags
og „úreltar". Ný gildi og ný nöfn hertóku
vinsældalistana.
Framhald.
POPPÞÚTTURINN
Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson
NENEH CHERRY
Lagið „7 Seconds" með Neneh
Cherry og Youssu N’Dour virðist ætla að
verða eitt vinsælasta lag þessa árs. ís-
lendingar voru reyndar fljótari að taka við
laginu en flestir aðrir. Eftir að það hafði
setið vikum saman í efsta sæti íslenska
vinsældalistans fór það loks að nálgast
toppsæti vinsældalista nágrannaland-
anna.
Framlag þessarar þeldökku söngkonu
er dæmi um það hvernig framandi menn-
ingarstraumar hafa eflt og fegrað sænska
dægurlagamarkaðinn. Blökkumenn eru
hugsanlega um 1 % af sænsku þjóðinni.
Samt eru þeir um þriðjungur þeirra Svía
sem seija plötur á alþjóðamarkaði í met-
upplagi - með feiknatekjum fyrir sænska
þjóðarbúið.
Dr. Alban er frægastur þessara
sænsku blökkupoppara. Nú hefur Neneh
jafnað stöðuna. Nokkuð að baki þeim er
söngvarinn Deep Fried. Hörundsljósir
Svíar hafa raunar líka náð vinsældum
með blökkumannamúsíkstílum, s.s. Ace
of Base (reggí) og Stakka Bo (rabb/hipp-
hopp).
Neneh Cherry fæddist 10. mars 1964 í
Stokkhólmi í Sviþjóð. Stjúpfaðir hennar
er einn af frægustu trompetleikurum
djassins, Don Cherry. Hún hélt einnig
nánu sambandi við raunverulegan föður
sinn, afriskan trommuleikara, Ahmadu
Jarr, og átti heima hjá honum á unglings-
árum.
Hún varð heimsþekkt á fyrri hluta ní-
unda áratugarins með frumlegri pönk-
djasssveit, Rip Rig & Panic. Hún var ekki
vinsæl á mælikvarða vinsældalista en
vakti athygli fyrir ferska músíkblöndu og
fyrir það að hinn heimsfrægi og fullorðni
Don Cherry spilaði með þessari pönk-
ættuðu unglingahljómsveit.
Hún söng með fleiri frumlegum hljóm-
sveitum og var gestasöngvari hjá The
The og Slits.
Fyrsta einherjaplata hennar, „Raw
Like Sushi“, var viða valin ein besta plata
ársins 1989. Hún seldist í milljónum ein-
taka og Neneh varð álíka fræg og umtöl-
uð og Björk er núna. Músíkstíll hennar
var og er einhvers konar hipp-hopp
dansmúsík, blönduð áhrifum frá Spáni
og Afríku.
Hún hefur hingað til átt þaö sameigin-
legt með Björk að hana hefur vantað
stakt vinsældalistalag til að verða raun-
veruleg ofurstjarna. Vinsæl stór plata
dugir ekki til að verða leikin æ ofan í æ í
útvarpi. En nú hefur Neneh sem sé náð
þeim áfanga með „7 Seconds" sem hún
syngur með Youssu N’Dour frá Senegal.
Æ S K A N 4 3