Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 13

Æskan - 01.08.1994, Side 13
ÁLFARNIR Álfar og huldufólk hafa búið á íslandi frá ómunatíð. Þetta fólk, sem er flestum dulið, hefur unað þar í sátt og samlyndi við menn- ina og verið þeim til mikillar hjálp- ar. Á undanförnum árum hefur einni tegund álfa fjölgað mikið: Skógarálfunum! Þetta hefur gerst með vaxandi áhuga almennings á náttúruvernd og skógrækt. Skógarálfarnir hafa meira að gera eftir því sem umferð fólks um skógana eykst og þeir verða stærri og fjölbreyttari. Þessir álfar hafa ýmsum hlut- verkum að gegna og eru mjög mismunandi að útliti og innræti. Þar eru skógardísir, tréálfar, blómálfar, jarðálfar og uppskeru- álfar. Kynntu þér íslensku skógarálf- ana í næstu skógarferð og litaðu þá í litabókinni. Góða skemmtun í skóginum! HVAÐA LITABÓK? Það er bókin Skógarnir okkar sem fæst ókeypis hjá gróðrar- stöðvum Skógræktar ríkisins. Skógræktin gaf hana út í sam- vinnu við Skeljung hf. Hugmyndin er sú að vekja áhuga barna á ís- lenska skóginum. Tvinnað er saman lífi álfa og fugla í skógin- um og mannanna sem sækja þangað til að njóta útiveru og friðsældar. Bókin veitir fræðslu um gildi skóganna fyrir náttúruna og áhrif þeirra á veðurfar, heiti trjátegunda og annarra lífvera sem lifa og hrærast í íslenskum skógum. Skógarálfarnir eru alíslenskar persónur sem til þessa hafa ekki þekkst í íslenskum ævintýrum. Skógræktin og Skeljungur vona að þeir festi hér rætur í framtíð- inni af því að skógarnir hafa stækkað og eru orðnir fjölbreytt- Hér sérðu mynd af nokkrum álfum. Þú ættir að lita hana! ari. - Kynning Skogræktar rikisins og Skeljungs hf. - SKÓGINUM Æ S K A N 13

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.