Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 14

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 14
AÐÞAENDUM SVARAD EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN KNATTSPYRNUKAPPI „í FYRSTA LAGI AD ÆFA MIKID ...4 Eiður Smári er sarmkallaður snill- ingur með knöttinn. Hann er nýorðinn sextán ára en lék þó með meistara- flokki Vals í allt sumar og þótti bera af öðrum í mörgum leikjum. Hann lék einnig nokkra mikilvæga leiki með 2. flokki félagsins - og með unglinga- landsliðunum U-21 og U-18 auk U-16! Margir bíða þess með eftirvænt- ingu að sjá þá feðgana, Arnór og Eið Smára, saman í A-landsliðinu. Arnór er- enn í hópi okkar bestu knattspyrnu- manna (nú atvinnumaður í Svíþjóð) svo að sá draumur kann að rætast! Hvar og hvenær ertu fæddur? í Reykjavík 15. september 1978. Hefur þú leikið þér með knött frá því að þú manst eftir þér? Já, það má segja það. Ætli það hafi ekki verið fyrst úti í Belgíu, í garðinum heima. Hve gamall varstu þegar þú fórst að fylgjast með leikjum föður þíns? Ég byrjaði að fara á völlinn með mömmu þegar ég var um eins árs - en fyrir alvöru 5-6 ára. Með hvaða liði lék hann þá? Anderlecht. Með hvaða liði æfðir þú fyrst? Brussegem í Belgíu á vetrum og Í.R. á sumrin. Hverjir finnst þér bestir kostir leikmanna? Hraði, útsjónarsemi og knattmeð- ferð, sem sé að taka vel á móti knetti og vera jafnvígur á báða fæt- ur. Hvaða leikmenn hafa þér þótt erfiðastir mótherjar? Engir sérstakir. Á hvað eiga ungir krakkar að leggja mesta áherslu ef þeir vilja verða góðir knattspyrnumenn? í fyrsta lagi að æfa mikið, leggja sig fram á æfingum, æfa sig heima og nota vinstri fótinn jafnmikið og hægri. Sleppa tóbaki, áfengi og öðr- um vímuefnum þegar þeir eldast. Er munur á þjálfun ungra leik- manna hér og erlendis? Já, töluverð. Það er meira lagt upp úrtækni erlendis en hér. Hvernig var þér tekið, bráðung- um leikmanni, þegar þú hófst að leika með meistaraflokki Vals? Mjög vel en auðvitað var stöku sinnum verið að grínast með aldur- inn. Hve mörg mörk hefur þú skorað alls í sumar? En flest á leiktímabili á ferlinum? Sjö í deildinni og tvö í bikar- keppninni. 82 mörk í 35-40 leikjum í deildinni í Belgíu (yngra flokki). Hvaða knattspyrnumenn dáir þú mest? Romario og Arnór Guðjohnsen. Hefur þú stundað aðrar greinar íþrótta? Nei, ekkert „af viti“, bara mér til skemmtunar. Hvað hefur glatt þig mest? Lífið. Eftirlætis- leikari, íslenskur: Steinn Ármann Magnússon leikari, erlendur: Eddy Murphy tónlistarmaður: Mick Jagger lag: „Nothing But A G-Thing“ (Dr. Dre) matur: blómkálsrétturinn hennar mömmu dýr: api Áttu unnustu? Já, þá fallegustu á íslandi, Ragn- hildi Sveinsdóttur. Hvar stundar þú nám? í Menntaskólanum við Sund Hefur þú hug á að leika erlend- is? Holland kemur mjög til greina. f hvaða landi vildir þú helst leika knattspyrnu? Hollandi - Frakklandi. Þannig vill Eiður Smári skipa heimsliðið: M. Preud’homme (Belgíu) Jorghinho (Brasilíu) Baresi (Ítalíu) Maldini (Ítalíu) Santos (Brasilíu) Arnór Guðjohnsen (íslandi) Stoichkov (Búlgaríu) Redondo (Argentínu) Baggio (l'talíu) Romario (Brasilíu) Yekini (Nígeríu) 7 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.