Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 57

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 57
mikill ævintýraheimur: Skemmtigarð- ur, lystigarður og stórkostlegar byggingar, allt úr Lego-kubbum. Þar fórum við Sverrir Örn í ökuskóla og fengum danskt ökuskírteini. Það er fallegt í Silkeborg. Rétt hjá henni er hið þekkta fjall, Himmel- bjerget. Við klifum alveg upp á topp á því. í vatnsgarðinn „Djurs sommer- land“ er gaman að koma. Við fórum í vatnsrennibrautir og renndum okkur á slöngum niður braut sem var alveg eins og á. Það var afar gaman. Þessi vika er fljót að líða. Það er kominn laugardagur og þá förum við í annað sumarhús á Falstri. Það er á strönd sem heitir „Elkenore-strand". Þar er hvítur sandur. Veðrið er frá- bært og sjórinn heitur. Við lágum oft í sólbaði og slökuð- um á en á milli fórum við í stuttar skoðunarferðir, t.a.m. í gamla myllu, verkstæði þar sem við sáum mann renna margs konar muni úr tré. Við fórum út á Gedser, syðsta odda Danmerkur, og sáum ferjuna sem fer til Rostock í Þýskalandi. Tíminn hefur liðið fljótt eins og í draumi. Upp er runninn laugardagur 13. ágúst og við erum á leiðinni til Kaupmannahafnar og stefnum það- an heim til íslands. Flugið er frábært. Við sjáum vel yfir Færeyjar. Við systkinin fengum að fara fram í flugstjórnarklefa þegar við vorum lent og máta húfur flugmannanna. Þeir sýndu okkur líka öll tækin. Þegar við komum í flugstöðina sáum við að klukkan var tveimur stundum á eftir dönskum tíma. Þarna voru stundirnar tvær sem við týndum þegar við fórum til Dan- merkur! Að lokum viljum við þakka Æsk- unni og Flugleiðum fyrir sannkallaða draumaferð! Elísabet Leifsdóttir. Sverrir Órn - sann arlega í sandi! Elísabet tyllir sér á keðjuhlíf á „fremur" stóru reiðhjóli við safn- ið, Hvort sem þú trúir þvi eða ekki! Við „gull-leit“ í Legolandi. Notaðar eru pönnur eins og gert var á árum áður og vatnið siað frá sandinum. Dálit- ið af „gullsandi", gylltum ögnum, er meðal svörtu korn- anna. Gull-leitar- mennir fá peninga fyrir „gullsand“ - raunar úrplasti... Æ S K A N 5 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.