Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 59
ég ekki getað grátið. Ég felldi
einungis eitt eða tvö tár við
kistulagninguna og jarðarför-
ina.
Ég á líka afar erfitt með að
reiðast og er sama hvað mér
er gert. Ég slæ því oftast upp
í grín. Ég veit að reiðitilfinning
getur brotist út hjá mér en
það er eins og ég geti ekki
reiðst öðrum en sjálfri mér.
Ég á það líka til að sökkva
niður í þunglyndi. Ég hef
(held ég) nokkrum sinnum
hugsað um að fyrirfara mér.
Ég er einfari, ég veit það.
En veitir það öðrum krökkum
afsökun fyrir því að snúa við
mér baki? Það er eins og ég
geti ekki treyst neinum fyrir
leyndarmálum. Það er sagt
frá öllu um leið. Meira að
segja gerir elsta vinkona mín
það.
Stundum er ég fegin því
að vera ein en stundum er ég
skelfilega einmana.
Fleira er að. Oft verð ég
miður mín ef einhver snertir
brjóstin á mér eða einhvern
annan viðkvæman stað - þó
að það sé óvart. Ég hef oft
fengið martraðir eftir það.
Oftast er það bróður mínum
að kenna. Hann er bara sex
ára en samt er hann stund-
um að káfa á mér ef við fljúg-
umst á í gamni. Annaðhvort
löðrunga ég hann eða fer inn
í herbergið mitt og stari á
vegginn í klukkustund.
Þín einlæg,
Vandamál.
Svar:
Þakka þér fyrir bréfið.
Það líður alltaf nokkur tími,
stundum mánuður eða
meira, frá því að þið sendið
bréf þangað til ég geng frá
þættinum. Því miður er
ekki hægt að svara nema
örfáum bréfum hverju
sinni. Þess vegna er skyn-
samlegt, t.d. ef um að-
kallandi vandamál er að
ræða, að snúa sér annað
fremur en að bíða upp á
von og óvon eftir svari.
Bréf þitt sýnir að þú ert
mjög neikvæð í eigin garð
og hefur vantrú á að öðrum
finnist eitthvað til um þig. í
hugarheimi þínum veltir þú
fyrir þér neikvæðum hug-
myndum um vini þína.
Vandamál þín eru mörg og
margvísleg.
Þér finnst þú of þung og
hefur áhyggjur af því. Það
fer þó eftir líkamsbyggingu
þinni hvort nokkur ástæða
er til þess. Ef þú vilt taka
þetta föstum tökum og
reyna að léttast verður þú
að hafa stjórn á því sem þú
lætur ofan í þig af mat og
drykk. Sælgætisát leikur
oft stórt hlutverk hjá ung-
lingum. Stundum þurfa
krakkar stuðning frá full-
orðnum til þess að borða
ekki of mikið og þó umfram
allt til að borða hollan mat.
Þú nefnir ekki aldur þinn
svo að dálítið erfitt er að
geta sér til um hvort eðli-
legt er að blæðingar séu
svona óreglulegar og
brjóstin aum eins og þú
lýsir. Ef þetta verður ekki
komið í lag þegar bréfið er
birt ráðlegg ég þér að að
hafa samband við lækni
þinn eða heilsugæslustöð.
Að missa einhvern ná-
kominn og syrgja er eitt af
því sem allir verða fyrir ein-
hvern tíma á ævinni. Sum-
um tekst vel að vinna úr
sorginni eins og það er
stundum kallað. Það táknar
að þora að syrgja og verða
þroskaðri en áður. Einn
mikilvægast þátturinn í því
sambandi er að geta tjáð
tilfinningar sínar, talað um
söknuðinn, létt á hjarta
sínu í trúnaði. Þegar skyld-
menni þitt lést hefur þetta
ekki gerst. Þú hefur líklega
ekki getað unnið þig út úr
sorginni. Reyndu að ræða
þetta við foreldra þína.
Þú þarft líka að fá að-
stoð til að fá útrás fyrir
reiði. Það er ekki eðlilegt
að láta ganga alveg yfir sig
án þess að gera nokkuð.
Aðrir þættir í niðurlagi
bréfsins eru nátengdir.
Þegar þetta er allt skoðað
saman tel ég að gott væri
fyrir þig að ræða við ein-
hvern sem þú treystir í fjöl-
skyldunni. Það geta verið
foreldrar þínir, amma, afi,
frænka eða góður fjöl-
skylduvinur. Athugaðu það.
Einnig gæti það verið ráð-
gjafi í skólanum þínum. All-
ir krakkar geta líka hringt í
Unglingaráðgjöfina - s.
(91-) 689270.
Gangi þér vel!
Bestu þakkir fyrir
bréfin.
Ég minni ykkur enn á
að rita fullt nafn og
heimilisfang undir
þau. Einnig er auð-
veldara en ella að
gefa góð ráð ef
aldurs er getið.
Kær kveðja,
Sigurborg.
æ s K a n s 9