Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 54

Æskan - 01.08.1994, Side 54
BARNAFRÍMERKI 8. september gaf Póstmálastofnun Þýskalands út bamafrímerki. „Fyrir okk- ur, börn“ heitir útgáfan. Að þessu sinni var gefin út blokk með einu frímerki sem kostar eitt þýskt mark. Víst er að ekki verður sagt um nokkurt heilbrigt barn að það hafi ekki einhvern tíma notað hugmyndaflug sitt til þess að skapa alls kyns furðuverur. Þið kannist flest við hvað það er gaman að skapa eitthvað með því að teikna það á blað. Á undanförnum árum hefur saga dýra frá miðöld jarðar eins og risaeðla og annarra slíkra oft verið rifjuð upp. Flestir vilja sjá þau og teikna þau af því að það er svo mikið gefið út af bókum með myndum og sögum af þeim. Þarna verða ekki síð- ur til alls konar drekar og aðrar furðuver- ur sem ekki hafa verið þekktar nema af teikningum eftir fundnum beinagrindum og lýsingum fræðimanna. Þegar hugar- flugið hefur unnið úr þessu öllu verða til hin skemmtilegustu dýr! Þau verða okkur sem teiknum þau til ánægju og líka er gaman að sýna þau öðrum. Á öllum tímum hafa menn skrifað um þessi furðudýr og ort um þau Ijóð. Flví skyldu börn þá ekki einnig teikna þau og jafnvel semja sögur og Ijóð um þau. Á þýsku frímerkjablokkinni sjáið þið nokkur dæmi sem Lou Romboy í Munchen hef- ur tekið saman eftir furðudýrateikning- um. Drekinn, sem flýgur með farþega sinn á sjálfu frímerkinu upp í hæðir, er mun vingjarnlegri en drekinn sem heilag- ur Georg varð að granda. Svo eru sex önnur furðudýr á jaðri blokkarinnar. Þetta eru dýr sem hinir tveir fjaðurkrýndu menn á baki drekans fá að sjá á ferð sinni um loftin blá. Hver vildi ekki fara í slíkt ferðalag með góða drekanum? GRÍMA FRÁ TANSANÍU Þjóðverjar gáfu út fleiri frímerki á sama degi. Þar á meðal er eitt til að minnast 125 ára afmælis Þjóðfræð- isafnsins í Leipzig sem er eitt hið elsta og virðulegasta safn sinnar tegundar í heiminum. Þar finnast margir furðulegir hlutir. Safnið er rekið af fríríkinu Saxlandi. Myndin á frímerkinu er af grímu frá Suðaustur-Tansaníu, frá Makondum. Hún var gerð snemma á tuttugustu öldinni, öldinni okkar. Silvía Runge í Daun hefur unnið frímerkið. FRÍMERKJASÝNING UNGLINGA En höldum okkur áfram við furðudýr- in. Það var norræn frímerkjasýning ung- menna á Kjarvalsstöðum 16.-18. sept- ember í haust. Hún heitir NORDJUNEX eins og allar hinar árlegu unglingasýn- ingarnar á Norðurlöndum. Það voru Grænlendingar sem voru fyrstir til að segja frá þátttöku sinni í sýningunni og senda okkur mynd af stimplinum sem þeir notuðu. Það er mynd af einu furðu- dýrinu enn, einhyrningi, sem er í miðju hans. Þetta er eitt af furðudýrum þjóð- sagna. Um það eru svo fornar sagnir að gamlir grískir fræðimenn eins og Aristo- teles og Plínus skrifuðu um dýrið sem var eins og hestur með eitt snúið horn út úr enninu. Þá er einhyrningur nefndur í Biblíunni, álitinn eiga heima í Indlandi eða Afríku. Talið var að lækningarmáttur hornsins væri ákaflega mikill. Oft voru því ná- hvalstennur seldar sem einhyrningshorn og áttu að lækna alla kvilla. Þá var ein- hyrningurinn einnig tákn meydóms á miðöldum. Þannig var hann oft í tákni Maríu meyjar. Griman frá safninu i Leipzig. S 4 Æ S K A N Furðudýrablokkin frá Þýskalandi.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.