Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 28

Æskan - 01.08.1994, Side 28
SVELTIÐ YKKUR EKKI! Saell, Magnús! Hvernig fer maður að því að bæta við vöðva ef maður hefur eytt þeim með svelti í langan tíma? Hvernig mat er þá best að borða og hvaða mat á að forðast? XIX Svar: Ég verð alltaf áhyggjufullur og sár þegar ég heyri að krakkar svelti sig til að verða öðruvísi vaxnir en þeim er eiginlegt. Það er aldrei gott. Ég bið þig, kæra/kæri XIX, að fara strax til læknis. Þegar fólk hættir að borða reglulega gerist margt í líkamanum sem er ekki gott fyrir hann. Því meiri vöðva sem við höfum því fleiri hitaeiningum brennum við. Megrun með því að svelta sig er aldrei heppileg. Best er að styrkja vöðvana með því að stunda sem fjölbreyttastar æfingar. Ef þú ert orðin(n) 16 ára er best að nota lóð en fara varlega í allar æfingar sem reyna mikið á bakið. Athugaðu hvort leikfimikennari þinn getur hjálpað þér. Þú skalt borða hollan mat með kolvetni (orku) og prótíni (eggjahvítuefnum). Kolvetni er til að mynda í pasta-réttum, kartöflum, rúsínum og hrísgrjónum. Prótín er í skyri, fiski, brauði, osti o. fl. Leggðu áherslu á hollan morgunmat, svo sem múslí, banana og skyr. Reyndu að forðast sælgæti. Ekki verða svöng/svangur! Es.: Skrifið undir bréfin með réttu nafni og heimilisfangi. Þá get ég sent ykkur bréf ef ég tel nauðsynlegt að þið fáið svar sem fyrst. Að sjálfsögðu birti ég einungis dulnefni ykkar ef þið óskið. MATSEDILL... Kæri Magnús! Ég æfi mig að meðaltali einu sinni á dag í ýmsum íþróttum og keppi um helgar. En gallinn er sá að ég veit ekki hvað og hvenær ég á að borða. Gætir þú skrifað matseðil fyrir mig, svipaðan þeim sem þú birtir fyrir strákinn sem var of léttur? Ég er 15 ára og 175 sentímetrar á hæð. Þökk fyrir góðan þátt! Halla. Kæra Halla! Ég er ánægður með að þú skulir stunda íþróttir. Það er rétt hjá þér að ekki er alltaf auðvelt að vita hvenær á að borða mat og hvenær ekki. Hér eru hugmyndir að matseðli: Segjum sem svo að langt sé til næstu keppni. Þá er best að reyna að byggja upp líkamann. Byrjaðu á góðum morgunverði. Hann er undirstaðan fyrir daginn. Ekki borða mikið af mjólkurvörum nema þá undanrennu, skyr, léttjógúrt og mysu. Taktu lýsi. Drekktu mikið af vatni allan daginn. Borðaðu grænmeti, brauð og skyr með múslí. Fáðu þér mismunandi tegundir af brauði og hrökkbrauði, hafðu banana sem álegg. Frá morgni til hádegis skaltu borða ávexti - epli, appelsínur og banana. í hádegismat er æskilegt að hafa fisk, kjöt, pasta og hrísgrjónagraut (með slátri) - í kvöldmat brauð, vatn, kartöflur, fisk (ýsu eða silung), grænmeti (spínat og gulrætur) og súpu. Daginn fyrir keppni skaltu borða pasta („spagetti"), þurrkaða ávexti (döðlur) og hrísgrjón með rúsínum. Sjálfan keppnisdaginn skaltu fá þér kjötsúpu með miklu grænmeti og kartöflum út í, eða ávaxtasúpu. Borðaðu vínber, rúsínur og aðra ávexti allt fram að keppni. Drekktu mikið vatn. Eftir keppni máttu borða vel en þó hóflega og ekki þungmeltan mat. BAKVERKUR Kæri Magnús Scheving! Hvernig stendur á því að ég finn alltaf til í bakinu þegar hef hlaupið dálítinn spöl? Ég var mjög áhugasöm og stundaði íþróttir en nú get ég það ekki. Hvað get ég gert? Sumir segja að þetta sé bara vegna þess að ég sé að stækka og þroskast en ég held að það sé ekki ástæðan. Ég vona að þú sinnir þessu og gefir mér góð ráð. Bakveika stúlkan. til læknis og láta áhuga hvort þú ert með hryggskekkju eða ilsig (þá færðu innlegg í skó). Þú ættir að láta taka myndband af þér þegar þú hleypur og horfa vandlega á það til að athuga hvort hlaupalagið á sök á þessu. Gangi þér vel! LÍTID ÞDL Kæri Magnús! Ég er fimmtán ára stelpa og nýbyrjuð að æfa knattspyrnu. En það háir mér að ég hef lítið þol. Hvað á ég að gera til að auka það? Ég borða yfirleitt hollan mat en á það til að fá mér sælgæti á milli mála. Hvað á ég að gera og hvaða mat á ég að borða til að styrkja líkamann? Ein vongóð. Svar: Til hamingju með að vera byrjuð að stunda knattspyrnu! Best er að auka þolið með því að stunda þolæfingar í meira en 30 mínútur í senn, t.d. þolfimi, einhverja boltaíþrótt og hlaup, einkum langhlaup. Byrjaðu hægt og rólega með því að ganga f 30-60 mínútur á dag. Síðan eykur þú hraðann og ferð að skokka jafnlengi. Eftir nokkra mánuði eykur þú hraðann aftur og hleypur. Þú skalt stunda aðrar íþróttir með þessu, gjarna sund og þolfimi. Það tekur tíma að auka þol svo að þú skalt ekki fara of geyst í þetta. Mundu að ganga eða hjóla alltaf þegar þú getur - í skólann, vinnuna og heimsóknir. Gakktu upp stiga en notaðu ekki lyftur. Neyttu daglega allra tækifæra sem þú færð til að auka þolið! Leiðbeiningar um mataræði sérðu í svörum við öðrum bréfum. Sýningarhópur unglinga íþolfimi Svar: Þegar maður er að stækka getur verið að maður fái vaxtarverki í bakið. En það getur ekki verið eina ástæðan. Hefur þú velt fyrir þér hvernig þú hleypur (skokkar)? Eru kviðvöðvarnir spenntir (þeir eiga að vera það)? Ertu bogin í baki eða beinir þú öxlunum fram? Allt þetta getur skipt máli, einnig hvaða aðrar íþróttir þú hefur stundað. Best er að stunda þolfimi og sund og gera magaæfingar reglulega. Þú skalt fara 2 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.