Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 45

Æskan - 01.08.1994, Side 45
ún viwyi/iw árniM Dægurmúsíkfólk getur unnið fyrir hærri upphæðum en almennir launþegar. Margt bendir til að Björk sé orðin tekju- hæsti íslendingurinn. Að vísu sýnir skatt- skráin frá í fyrra að hún hafði „einungis" eina milljón króna í mánaðarlaun. Hið rétta er að í Englandi eru tekjur Bjarkar skráðar á sjálfstætt fyrirtæki sem er al- gerlega í hennar eigu. Fyrirtækið greiðir allan rekstrarkostnað við poppstjörnuna Björk (ferðir, dvalarkostnað, rekstur hljómsveitar, upptökur o.þ.h.). Milljónin er eins konar vasapeningur. Líklegt þykir að raunverulegar tekjur Bjarkar á þessu ári séu á bilinu 600 - 1000 milljónir króna. í bók þar sem taldir eru ríkustu Bret- arnir eru popparar áberandi (til gamans má geta þess að tveir ríkustu mennirnir í Bretlandi eru Svíar). Þessir úr hópi þeirra eru sagðir eiga þykkasta peningahlaðann „undir koddanum": 1. Bítillinn Poul Mc Cartney = 43 millj- arðar íslenskra króna 2. Píanóleikarinn Elton John = 14 millj- arðar 3. Söngvari Rolling Stones, Mick Jag- ger = 10 milljarðar 4. Gítarleikari Rolling Stones, Keith Richards = 8 milijarðar 5. Gítarleikari Dire Straits, Mark Knophler, og trymbill Genesis, Phil Coll- ins = 6 milljarðar hvor 6. Söngvarinn George Michael = 5 milljarðar 7. Gítarleikararnir Dave Stewart (úr Eurythmics) og Eric Clapton og bassa- leikarinn og söngvarinn Sting (úr Police) = 3 milljarðar 8. Bítillinn George Harrison og skoskættaði söngvarinn Rod Stewart = 2,6 milljarðar 9. Nýhættur bassaleikari Rolling Sto- nes, Bill Wyman = 2,5 milljarðar 10. Söngvarinn David Bowie = 2 millj- arðar Fjöldamargir aðrir hafa orðið vellauð- ugir á poppmúsík án þess að standa sjálfir á sviðinu. Þannig á plötuútgefand- inn Richard Branson 95 milljarða (eftir að hann seldi plötufyrirtækið Virgin), söng- leikjahöfundurinn Andrew Lloyd Webber (sem samdi m.a „Jesus Christ Superst- ar“) 32 milljarða, umboðsmaðurinn og kvikmyndaframleiðandinn Robert Stigwood (framleiddi m.a. myndina ,,Hair“) 16 milljarða og textasmiðurinn Bernie Taupin (hefur t.a.m. samið flesta texta Eltons Johns) á 4 milljarða króna. Æ S K A N 4 5

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.