Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 46

Æskan - 01.08.1994, Blaðsíða 46
án ungu söngvarana og birta í þessu og næstu tölublöðum. Fyrst hringi ég til ísafjarðar og fæ samband við yngsta sigurvegarann, Helgu Mar- gréti Marsellíusardóttur 6 ára, og Dagnýju Hermannsdóttur 8 ára. Þær eru frænkur og sungu saman lagið, Stál og hnífur. Þetta er í septemberbyrjun. Það er merkur áfangi fram undan hjá Helgu Margréti: „Ég er að byrja í skólanum á morgun. Ég var að láta í skólatösk- una!“ - Líst þér ekki vel á að fara í skól- ann? „Jú! Ég verð í bekk með frænku minni og tveimur frænkum hennar. Ég vildi það helst.“ - Áttu systkini? „Já, ég á tvær systur en engan bróður. Ég held að ég eignist ekki bróður. Mamma segir að nú sé kom- ið nóg í aftursætið!" - Syngur þú stundum fyrir systur þínar? „Já, mér þykir stundum gaman að syngja fyrir yngri systur mína og reyna að róa hana þegar hún græt- ur.“ - Varstu óstyrk þegar þú söngst í keppninni í Hnífsdal? „Nei, nei. Ég vissi að við áttum ekkert að vera feirnin!" - Bjóstu við að ykkur frænkunum gengi svona vel? ' „Nei. Það kom mér mikið á óvart. Þegar ég hlustaði á hina syngja var ég alltaf viss um að þeir myndu vinna. Síðast var leikið lag áður en sagt var hver hefði unnið. Ég var alveg á taugunum. Ég hrökk mikið við þegar ég heyrði nafnið mitt!“ - Hvernig fannst þér að syngja í hljóðveri? „Það var gaman. En mér fannst skrýtið að vera með heyrnartækin. Þau voru svo stór að þau duttu nærri af mér.“ - Hvaða lag finnst þér skemmti- legast? „Ég veit það ekki. Þau eru mörg. En lögin verða að vera skemmtileg svo að það sé gaman að syngja þau!“ Sigurvegar í söngvarakeppni Æskunnar - ásamt Hermanni Gunnarssyni og söngvurunum Páli Óskari, Siggu Beinteins, Rúnari Júlíussyni og Pétri Kristjánssyni Ljósmyndir: Tómas Jónasson 14 ára. Lokahátíð Fjörkálfanna var haldin á Hótel íslandi 4. september sl. Þar komu fram sigurvegar í söngvara- keppni Æskunnar á fyrri skemmtun- um auk fjögurra söngvara af höfuð- borgarsvæðinu sem skarað höfðu fram úr í forkeppni daginn áður. Fjörkálfarnir sjálfir fóru á kostum og auk þeirra sungu Páll Óskar og Rún- ar Júlíusson. í lokin fékk allt unga fólkið verð- launapening. ALLIR Á GEISLADISK! Það voru Hermann Gunnarsson og Ómar Ragnarsson sem höfðu forgöngu um þessar skemmtanir. í Fjörkálfahópnum voru líka tónlistar- mennirnir Haukur Heiðar, Pétur Kristjánsson og Vilhjálmur Guðjóns- son. Þeir efndu til skemmtana á tólf stöðum og fundu marga hæfileika- ríka söngvara. Allir sem sungu til reynslu fengu viðurkenningarskjal og þeir sem tóku þátt í úrslitum á hverj- um stað fengu snældur og bækur að launum. Sigurvegararnir fengu ferð fyrir sig og foreldra sína með Flug- leiðum til Reykjavíkur - og upptöku á laginu í hljóðveri. í haust verður gefinn út geisladiskur með þeim öll- um! Á skemmtununum fór líka fram [s- landsmeistarakeppni í limbódansi. Úrslitaviðureignin var háð á lokahá- tíðinni. Þar varð Birna Kristinsdóttir hlutskörpust eftir harða keppni við Maríönnu Ósk Sigfúsdóttur. „ÉG VAR ALVEG Á TAUGUNUM“ Við ætlum að rabba við alla sext- 4 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.