Æskan - 01.08.1994, Page 46
án ungu söngvarana og birta í þessu
og næstu tölublöðum. Fyrst hringi
ég til ísafjarðar og fæ samband við
yngsta sigurvegarann, Helgu Mar-
gréti Marsellíusardóttur 6 ára, og
Dagnýju Hermannsdóttur 8 ára. Þær
eru frænkur og sungu saman lagið,
Stál og hnífur.
Þetta er í septemberbyrjun. Það
er merkur áfangi fram undan hjá
Helgu Margréti:
„Ég er að byrja í skólanum á
morgun. Ég var að láta í skólatösk-
una!“
- Líst þér ekki vel á að fara í skól-
ann?
„Jú! Ég verð í bekk með frænku
minni og tveimur frænkum hennar.
Ég vildi það helst.“
- Áttu systkini?
„Já, ég á tvær systur en engan
bróður. Ég held að ég eignist ekki
bróður. Mamma segir að nú sé kom-
ið nóg í aftursætið!"
- Syngur þú stundum fyrir systur
þínar?
„Já, mér þykir stundum gaman að
syngja fyrir yngri systur mína og
reyna að róa hana þegar hún græt-
ur.“
- Varstu óstyrk þegar þú söngst í
keppninni í Hnífsdal?
„Nei, nei. Ég vissi að við áttum
ekkert að vera feirnin!"
- Bjóstu við að ykkur frænkunum
gengi svona vel? '
„Nei. Það kom mér mikið á óvart.
Þegar ég hlustaði á hina syngja var
ég alltaf viss um að þeir myndu
vinna.
Síðast var leikið lag áður en sagt
var hver hefði unnið. Ég var alveg á
taugunum. Ég hrökk mikið við þegar
ég heyrði nafnið mitt!“
- Hvernig fannst þér að syngja í
hljóðveri?
„Það var gaman. En mér fannst
skrýtið að vera með heyrnartækin.
Þau voru svo stór að þau duttu
nærri af mér.“
- Hvaða lag finnst þér skemmti-
legast?
„Ég veit það ekki. Þau eru mörg.
En lögin verða að vera skemmtileg
svo að það sé gaman að syngja
þau!“
Sigurvegar í söngvarakeppni Æskunnar - ásamt Hermanni Gunnarssyni og söngvurunum
Páli Óskari, Siggu Beinteins, Rúnari Júlíussyni og Pétri Kristjánssyni
Ljósmyndir: Tómas Jónasson 14 ára.
Lokahátíð Fjörkálfanna var haldin
á Hótel íslandi 4. september sl. Þar
komu fram sigurvegar í söngvara-
keppni Æskunnar á fyrri skemmtun-
um auk fjögurra söngvara af höfuð-
borgarsvæðinu sem skarað höfðu
fram úr í forkeppni daginn áður.
Fjörkálfarnir sjálfir fóru á kostum og
auk þeirra sungu Páll Óskar og Rún-
ar Júlíusson.
í lokin fékk allt unga fólkið verð-
launapening.
ALLIR Á GEISLADISK!
Það voru Hermann Gunnarsson
og Ómar Ragnarsson sem höfðu
forgöngu um þessar skemmtanir. í
Fjörkálfahópnum voru líka tónlistar-
mennirnir Haukur Heiðar, Pétur
Kristjánsson og Vilhjálmur Guðjóns-
son. Þeir efndu til skemmtana á tólf
stöðum og fundu marga hæfileika-
ríka söngvara. Allir sem sungu til
reynslu fengu viðurkenningarskjal og
þeir sem tóku þátt í úrslitum á hverj-
um stað fengu snældur og bækur að
launum. Sigurvegararnir fengu ferð
fyrir sig og foreldra sína með Flug-
leiðum til Reykjavíkur - og upptöku
á laginu í hljóðveri. í haust verður
gefinn út geisladiskur með þeim öll-
um!
Á skemmtununum fór líka fram [s-
landsmeistarakeppni í limbódansi.
Úrslitaviðureignin var háð á lokahá-
tíðinni. Þar varð Birna Kristinsdóttir
hlutskörpust eftir harða keppni við
Maríönnu Ósk Sigfúsdóttur.
„ÉG VAR ALVEG Á
TAUGUNUM“
Við ætlum að rabba við alla sext-
4 6 Æ S K A N