Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 57

Æskan - 01.08.1994, Side 57
mikill ævintýraheimur: Skemmtigarð- ur, lystigarður og stórkostlegar byggingar, allt úr Lego-kubbum. Þar fórum við Sverrir Örn í ökuskóla og fengum danskt ökuskírteini. Það er fallegt í Silkeborg. Rétt hjá henni er hið þekkta fjall, Himmel- bjerget. Við klifum alveg upp á topp á því. í vatnsgarðinn „Djurs sommer- land“ er gaman að koma. Við fórum í vatnsrennibrautir og renndum okkur á slöngum niður braut sem var alveg eins og á. Það var afar gaman. Þessi vika er fljót að líða. Það er kominn laugardagur og þá förum við í annað sumarhús á Falstri. Það er á strönd sem heitir „Elkenore-strand". Þar er hvítur sandur. Veðrið er frá- bært og sjórinn heitur. Við lágum oft í sólbaði og slökuð- um á en á milli fórum við í stuttar skoðunarferðir, t.a.m. í gamla myllu, verkstæði þar sem við sáum mann renna margs konar muni úr tré. Við fórum út á Gedser, syðsta odda Danmerkur, og sáum ferjuna sem fer til Rostock í Þýskalandi. Tíminn hefur liðið fljótt eins og í draumi. Upp er runninn laugardagur 13. ágúst og við erum á leiðinni til Kaupmannahafnar og stefnum það- an heim til íslands. Flugið er frábært. Við sjáum vel yfir Færeyjar. Við systkinin fengum að fara fram í flugstjórnarklefa þegar við vorum lent og máta húfur flugmannanna. Þeir sýndu okkur líka öll tækin. Þegar við komum í flugstöðina sáum við að klukkan var tveimur stundum á eftir dönskum tíma. Þarna voru stundirnar tvær sem við týndum þegar við fórum til Dan- merkur! Að lokum viljum við þakka Æsk- unni og Flugleiðum fyrir sannkallaða draumaferð! Elísabet Leifsdóttir. Sverrir Órn - sann arlega í sandi! Elísabet tyllir sér á keðjuhlíf á „fremur" stóru reiðhjóli við safn- ið, Hvort sem þú trúir þvi eða ekki! Við „gull-leit“ í Legolandi. Notaðar eru pönnur eins og gert var á árum áður og vatnið siað frá sandinum. Dálit- ið af „gullsandi", gylltum ögnum, er meðal svörtu korn- anna. Gull-leitar- mennir fá peninga fyrir „gullsand“ - raunar úrplasti... Æ S K A N 5 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.