Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 29

Æskan - 01.08.1994, Side 29
Þegar við gengum frá efni þessa tölublaðs um miðjan september hafði ekki verið gerð fullnaðaráætlun um ung- lingakeppnina í þolfimi,- Við bendum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í henni að fylgjast með auglýsingum í í- þróttahúsum og skólum. Við minnum líka á að reglur um keppnina voru birtar í 6. tbl. Æskunnar 1994. Magnús heldur enn áfram á sigur- brautinni. Honum var boðið með skömmum fyrirvara á mót í Kóreu, skellti sér þangað þó að hann væri ekki vel undirbúinn og vann! En víkjum nú að áhugasömum ung- lingum: í SÝNINGARFLOKKI ... Hafþór Ólafur Gestsson er 13 ára Vesturbæingur. Hann er í sýningarflokki þolfimihóps á vegum Magnúsar Schevings og félaga hans í „Areobic Sport“. Ég frétti að hann hefði náð valdi á erfiðum æfingum ... „Já, ég stekk í „spíkat“ og get gert armbeygjur með annarri hendi og haft þá annan fótinn á lofti,“ svarar hann hógvær. - Hvenær kviknaði áhugi þinn á þolfimi? „í fyrravetur. Ég hafði fylgst með Magnúsi í sjónvarpinu. Frændi minn var að vinna í Faxafeni 12 þar sem líkams- ræktarstöðin er og benti mér á að þar væru tímar fyrir unglinga. Ég skellti mér þangað með Ólafi, vini mínum. Við höf- um æft þar í sex mánuði. Tímarnir eru þrisvar í viku.“ Hafþór stekkur i „spíkat"... - En sýningarflokkurinn er nýr af nál- inni... „Já, við byrjuðum að æfa saman fyrir þremur mánuðum." - Hafið þið sýnt víða? „Við höfum sýnt hjá Vífilfelli og á hverfishátíðinni við Hólmasel í Breið- holti. Við gerum ráð fyrir að sýna hálfs- mánaðarlega í vetur.“ - Hve gamlir eru krakkarnir í hópn- um? „Við erum 13-16 ára.“ - Hefur þú æft þolfimina heima? „Já, ég æfi mig næstum á hverjum degi. Þá leik ég einhverja músík með átta töktum og bý til tveggja mínútna „rútínur" (æfingasamstæður). Ég vel saman ýmsar æfingar sem eiga að vara í tvær mínútur í heild.“ - Stundar þú aðrar íþróttir? „Já, ég æfi líka sjálfsvarnaríþróttina Taekwondo. Hún er kennd á sama stað. íslandsmeistarinn í greininni kenn- ir okkur. Hann er 16 ára.“ - Æfa margir þá grein? „Við erum ekki mörg núna en það fjölgar áreiðanlega í september því að þá verða námskeiðin kynnt. Ég var í körfuknattleik hjá KR - og fimleikum í einn og hálfan mánuð en hætti því þegar ég kynntist þolfiminni." - Hverjir eru eftirlætisíþróttamenn þínir? „Þolfimikennararnir mínir. Þeir eru allir íslandsmeistarar og mjög skemmti- legir kennarar." SJÓRÆNINGJAR ... - Hvað gerir þú annað í tómstund- um? „Ég hef verið skáti í þrjú ár. Félagið heitir Ægisbúar en flokkurinn Sjóræn- ingjar. Ég ætla á flokksforingjanámskeið sem verður haldið bráðlega. Georg, vin- ur minn, fer með mér. Kannski verðum við saman með flokk í vetur.“ - Hvað finnst þér skemmtilegast í skátastarfinu? „Ferðalögin. Við förum fjórum eða fimm sinnum á ári að Arnarsetri. Það er skátaskálinn okkar. Þar förum við til dæmis í hæk-ferðir, gönguferðir til að leysa verkefni. Á sumrin eru félagsúti- legur, oftast að Úlfljótsvatni." - Það var dýr sem tók á móti mér... „Já, hún Tinna, tíkin okkar. Hún er þriggja ára en við fengum hana þegar hún var eins árs. Við skiptumst á að fara út með hana. Ég fer niður að sjó og leyfi henni aö hlaupa þar á grasbala. Við eigum líka fiska, fjöldamarga litla gúbbífiska.“ - Hefur þú lært á hljóðfæri? „Ég fór á námskeið hjá Hljóðmúrn- um, einn mánuð, og lærði þá að stilla gítar. Ég hef verið að hugsa um að læra á gítar.“ - Hvaða tónlist líkar þér best? Hver er eftirlætis-hljómlistarmaður þinn? „Ég vil helst hlusta á hröð og fjörug lög. - Mér finnst Jimi Hendrix gítarleik- ari mjög góður.“ Æ S K A N 2 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.