Skírnir - 01.01.1918, Side 71
SJklrnir]
Gunnar & Hliöarenda.
€5
hafi verið breytt í þeim, lagað og aílagað, ósjálfrátt og
óafvitandi. »Það leiðir af sjálfu sér, að sagnamenn endur-
tóku ekki sögurnar orðrétt heilar aldir, heldur breyttu
þeim óafvitandi og juku þær vísvitandi af íþróttoggagnrýni«,
segir merkur þýzkur vísindamaður1). En ekki þarf miklu að
muna, svo að söguleg sannindi skekkist. Við þetta bætist, eins
ng sami fræðimaður heldur fram, að skáldskaparmerkið
sést á íslendingasögum, óðara og litið er í þær2). Vér
getum því ekki kallað þær áreiðanleg sögurit, ekki talið
þær sannsögulegar heimildir í mörgum einstökum atriðum.
Þær heyra til annari bókmentagrein en íslendingabók
Ara. En alt fyrir það geyma þær alment mikinn fróð-
leik um líf, menning og háttu forfeðra vorra. Það leiðir
af því, að þær eru veruleikssögur, lýsa yfirleitt að eins
því, sem gat gerst, var eðlilegt.
Samkvæmt þessum kenningum eiga sögurnar sjálfar
sér sögu á þessa leið: Fyrst gerðust viðburðir. Af þeim
gengu sagnir, er breytt hefir — að líkindum — verið á
ýmsa vegu3 * S). Síðan er ger úr þeim — sumum munnlega
■— samfeld saga, er lifir á vörum fólks, en tæpast varð-
veitt óbreytt að öllu, heldur stytt sumstaðar, aukin annar-
staðar o. s. frv. Og loks eru þær letraðar á bókfell,
endurritaðar, ef til vill, hvað eftir annað, og hætt við, að
þá hafi sitthvað aflagast, bæði viljandi og óviljandi. 0g
það sést á sögunum, að þær eru ekki að eins settar sam-
•an til fróðleiks, eins og annálar, eða með vísindamark-
*) Andreag Heusler, Die Anfange der isliindischen Saga, Berlin
31914, bls. 63.
2) „Die ganze Haltnng der Islandergeschichten zeigt auf den ersten
hlick, dass die dichtende Kraft ihren vollgemessenen Teil an diesen
Vrerken liat“. Heusler, Das Strafrecht der Isliindersagas, Leipzig 1911,
S 4. Þessi höfundur, sem mörgum íslendingum er góðkuunnr, hefir ritað
J^Jgt vel og fróðlega um sögur vorar. Einkum er fyrnefnd hók hans
ie Anfiínge) skýrt og álitlega rituð.
") I bók eftir Y. Yedel Helteliv hls. 62—66 er ger almenn grein fyrir
^Qyndun stórra sögusagna. Góð bók, en fer þvi miður ekki rétt með
stun nöfa og einstök atriði úr íslendingasögum.
5