Skírnir - 01.01.1918, Side 80
'74
Gunnar á fllíðarenda.
[Skírnir
að Hrútur spyr þá um kappa í Reykjadal, menn í Aust-
flrðingafjórðungi, og að tal þeirra kemur á Rangárvöllu.
•Og hann veit meira. Hann segir t. d.: »Þá mun Hrútr
svara: Þótti þér ekki á verða fyrir honum (o: Merði
gígju), er hann náði eigi fénu, en bjó þó til málit?« Og
enn fremur: »Mælta ek þat,« mun Hrútr segja, »ok þótti
þat heimskum mönnum, sem lög væri; en mátti þó málit
upp taka á öðru þingi, ef hann hefði þrek til haft«. Vér
nútíðarmenn getum ekki trúað svo nákvæmri framsýni.
Höf. vill í þessum kafla (c. 22—23) sýna spávit og ráð-
kænsku Njáls. Og það hefir honum yfirleitt vel tekist.
Það hefir verið sagt, að för Gunnars og meinslungin
aðferð öll við málshöfðunina hafi verið óþörf. Gunnar
hefði getað lýst sökinni á alþingi, eins og Mörður gerði,
faðir Unnar, er hann heimtaði fé hennar. Þá þykir þáð
og undarlegt, að Gunnar þarf að ginna Hrút til að segja,
hversu orða skuli stefnuna. Það sé óskiljanlegt, að Njáll,
einhver lögkænasti maður sinnar tíðar, hafi ekki vit-
.að slíkt1).
En hér misskilur lögfræðingur skáld. Það er að sönnu
ekki ólíklegt, að höf. Njálu hafi haldið, að lýsa mætti lög-
lega þessu máli á alþingi, þar sem Hrútur mótmælti því
ekki í sögunni, er Mörður gigja lióf þetta sama mál á
hendur honum með lýsingu að Lögbergi. En vér vitum
ekki, hver ákvæði hafa gilt um þetta á dögum Njáls og
Hrúts. En þó að lýsa hefði mátt málinu, voru ráð Njáls
og stefnan ekki tilgangslaus. Gunnar átti ekki vist, að
Hrútur kæmi á þing. í öðru lagi voru stefnuferðir í aðra
landsfjórðunga ekki hættulausar, eins og Finnur Jónsson
hefir tekið fram (Litt. Hist. II, 542), og því öruggast að
fara huldu höfði. í þriðja lagi var það ágætt bragð að
stefna afgerlega eftir fyrirsögn Hrúts sjálfs. Þá gat hann
ekki vefengt, að rétt væri stefnt. Gunnari, ólögfróðum
J) Lelimann und Carolsfeld, Die b'jálssage bls. 48. Þeir ætla, að
upphaflega bafi þurft að stefna htima. Og verður þá því siðnr sagt,
,að stefnuför Gunnars og ráð Njáls bafi verið þarflaus.