Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 121
Skirnir] Gamlir a&nngar frá Breiðafirði. 115
og aðatoðarkarl hjá hinum góðkunna lyfsala Jakobaen í
Stykkishólmi. Um samveru þesaa Indriða og húabónda
hans mætti semja einkennilega smásögu. Jakobsen var,
eins og margir muna enn, einhver hinn mesti mannvinur,
enda hvers manns hugljúfi. Hélt hann opið hús (privat
Klúbb) fyrir alla heldri menn í kaupstaðaum, er vildu, og
þó aldrei fyrir lokuðum dyrum; var og lyfsölubúðin rúm,
en húsrúm að öðru leyti litil. Sá eg þar oftlega hinn
öldurmannlega Melsteð amtmann, Árna Thorlacius, er af
fiestum leikmönnum hér á landi bar að fróðleik og höfð-
ingsskap; þar mættu og synir Árna, Benedikt róðumeist-
ari, sýslumaður, prestur og kaupmenn. Voru ýmist sett
fram spilaborð ellegar — og það var oftar — að menn
sátu og ræddu. Allir betri menn af bændastétt fengu þar
líka sæti. En sjófarendum var fylgt í útiskemmu og þar
veittur hinn bezti beini. Var Jakobsen engum útlendum
manni, sem eg hefi kynst, líkur að gestrisni og örlæti.
Spilti því ekki bústýra hans, Md. Schiöth, kaupmannsekkja,
valkvendi' og skörungur. Er undarlegt, hve fátt hefir sést
á prenti um lyfsalann Jakobsen og hans hús. En það er
af Indriða að segja, að nio :. um þótti undarlegt það dá-
læti, sem hann naut hjá húabónda sínum, þótt trúr væri
hann eins og gull; en bæði þótti h'ann vera vesalmenni,
Btirður og afundinn og allmikill bögubósi í orðum. Hent-
um við spjátrungarnir oftlega gaman að honum. Einu
sinni spurðum við — það var um miðjan vetur — tíðinda
utan úr sveitunum. »Eg veit ekki, hvað þið kallið tíðindi,
en hann Ólafur í Bár fór um daginn í hákarlalegu út á
flóann og lá úti í tuttugu og fjóra sólarhringa berhentur.*
Indriði bætti 20 við 4! Eitt vorið tæmdist Indriða arfur
fyrir norðan. Skyldi hann því flytja norður alfari og
setjast þar að sínu. En er leið á sumarið kemur karl
aftur vestur, og biður og biður Jakobsen hágrátandi að
taka sig aftur. Jakobsen tók Indriða með opnum örmum
og setti alt húsið nær á enda til að fagna karlinum, enda
skildu þeir ekki úr því meðan Indriði lifði. Brostu sumir
að þessu, en þó dáðust allir að veglyndi og valmensku
8*