Skírnir - 01.01.1918, Side 142
136
Stjórnarbyltingin mikla í KÚBslandi.
[Skírnir
slavofilar voru á því, að æskilegt væri að taka upp
ráðgjafarþing, svipuð þeim, er áttu sér stað fyr á timum,
Nikulás 2. (1894—1917) tók við ríkjum eftir dauða
Alexanders 3. föður síns, Vonir þær sem frjálslyndir menn
gerðu sér uin ríkisstjórn lians brugðust skjótt, því að keis-
ari tók það fram í svari sínu til fulltrúa umdæmanna, er
í konunghollum bænarskrám böfðu látið í ljósi, að þeir
vonuðust eftir umbótum á stjórnarfarinu, að slík ummæli
væri heimskulegir draumórar og að hann væri fastráðinn
í »að balda uppi friðhelgi alveldisins að dæmi hins ógleym-
anlega föður síns«. Pobjedonostzew og alvaldssinnar úr
fiókki slavofila réðu sem áður lögum og lofum. Annars
er það enn sem komið er miklum erfiðleikum bundið, ef
ekki alveg ókleift, að gera sér rétta og glöggva grein fyr-
ir lyndiseinkunn Nikulásar og hvern þátt hann muni hafa
átt í ýmsum stjórnarráðstöfunum, sem honum eru eignað-
ar. En óhætt mun að fullyrða, að hann hefir frá upphafi
vega sinna verið taugaveiklaður maður og draumlyndur,.
ístöðulaus og hviklyndur og hneigður til andatrúar og alls-
konar hindurvitna. Fór því sem oft vill verða, að »al-
valdinn« varð leiksoppur í höndum óbilgjarnra og harð-
vítugra misindismanna. Stjórnin varð jafnvel gjörræðis-
fyllri en á stjórnarárum föður hans og á öllum sviðum
drotnaði megn áþján og mikið skrifstofuríki. Þó kastaði
fyrst tólfunum þegar Plehve varð innanríkisráðherra 1902.
Hann hafði áður verið embættismaður í lögregluliðinu og
í innanríkisráðuneytinu og síðar ráðherra fyrir Finnland.
Hann tók sér fyiir hendur að treysta einveldið og brjóta
á bak aftur með ósveigjanlegri harðýgí alt sem því gat
staðið einhver ótti eða háski af. Hann taldi sér skylt að‘
kúga á allar lundir þjóðir þær og trúarflokka, er virtust
sízt geta samþýðst rússnesku þjóðerni og grísk-katólskum
sið, og komu því margar stjórnarráðstafanir hans einkar
hart niður á Finnum, Armeniumönnum og Gyðingum.
Skal því næst drepið lítið eitt á atferli Rússastjórnar við
þessar lýðskyldu smáþjóðir.
Frelsi og sjálfstæði Finnlands hafði lengi verið Plehve