Skírnir - 01.01.1918, Side 152
146
Stjórnarbyltiogin mikla i Eússlandi.
[Skirnir
skeggi. Augn bans voru stór og djúp, annað veifið töfrandi og seiðandir
en bitt draumhýr og fjarskygn. Hann barst lítið á í klæðaburði og var
enginn snyrtimaður í framgöngu, enda hafði bann litil kynni af kamb og
sápu. Engu að siður naut hann mikillar kvenbylli. Þegar honum græddist
fé á kennimannsstarfinu, keypti bann sér mikið og reisulegt hús. I þvf
bjuggu, auk konu bans og tveggja dætra, tólf „systur“. Það voru trú-
hneigðar konur, er þjónuðu guði eftir fyrirsögn Easpntins; en nágrennið
kunni að segja margt af bænahaldi hans og „systranna11.
Á ferðalagi sinu kyntist Easputin ýmsum málsmetandi mönnum og
tignum konum. Er svo sagt að ekkja miljónamærings eins, er Boschma-
kow hét, hafi kynt hann ýmsum hefðarfrúm og meyjum í Pétursborg,
Þær urðu frá sér nunidar af viðkynningunni við Easputin, eins og stall-
systur þeirra í öðrum borgum ríkisins, og kappkostuðu að gera alt sem
hann lagði fyrir þær. Hann hefir sjálfur gefið oss skýringu á þessu.
fyrirbrigði með svofeldum orðum, er taka fram það sem var mergurinn
málsins i kenningu hans:
„Eg er runninn frá hinni æðstu veru og enginn getur orðið
endurleystur nema fyrir mig. Eyrir þvi er nauðsynlegt að samlag-
ast mér likamlega og andlega. Alt sem frá mér kemur er upp-
spretta ljóssins og leysir menn af syndinni".
Easputin var frámunalega slunginn og metnaðargjarn. Hann sá að bein-
asti vegurinn til vegs og valda var að komast í kynni við hirðina, og
lét þvi einskis ófreistað til þess að það mætti takast.
I því skyni lagði hann lag sitt við greifafrú Ignatiew, gjálífa og
lausláta hefðarkonu. Hún kom lionum 1905 i kynni við Elizabet stór-
furstafrú, er hafði þá fyrir skemstu mist mann sinn, Sergius, er var
veginn i Moskva. Mun frú Ignatiew hafa bent vinkonu sinni á að leita
sér huggunar og harmabótar hjá Easputin. Elizabet kom honum aftur
á framfæri við hirðina. Keisari og drotning hans fögnuðu Easputin sem
sendum þeim af himnum ofan, því að þau voru bæði gagntekin af kviða
og ótta við byltinguna og harmi lostin af sjúkdómi kornungs einkason-
ar þeirra, er læknar kunnu engin ráð við. Þegar svo fyrirbænir Kas«
putins virtust hrifa og byltingin var sefuð og keisarasyninum batnaði,
þá þurfti ekki að sökum að spyrja: Basputiu varð átrúnaðargoð keis-
ara og drotningar og áður en langt um leið réð hann öllu, er hann
vildi ráða.
Loks yar dúmunni stefnt saman í maímánuði 1906;
enskömmu áður var hinu forna ráðgjafa-rík*
isráði breytt í efri málstofu með stjórn-
arskipunarlögunum frá 6. mai s. á. Þegar á
þing kom var stjórnin i miklum minni hluta. Andstæð-
ingar hennar voru fjölmennir, en skiftust í marga smærri
flokka, svo sem bændur og verkamenn, er hneigðust meira--