Skírnir - 01.01.1918, Síða 166
1160
Kitfregnir.
[Skirnir
það tekst ekki. Hann á nógan auð í samræmi sjálfs sín og nátt-
úrunnar, girnist ekkert annað. Og þannig líSa árin.
Drengurinn og máttarvöldin. Máttarvöld hafs og himins, lífs
■ og dauða. ísavor eitt fer hann um nótt út á hafísinn — til þess
að fá að líta hafið augum, óbundið og frjálst. En jaki losnar meS
hann frá aðalísnum og hann rekur út til hafs. Og drengurinn
stendur þar einn á grænblikandi ísnum, milli hafs og himins, i
tindrandi sólskini — tekur ofan og flytur máttarvöldunum lofsöng
um lffiS og dauðann. Hann hefir séð strauminn renna »frá eilffðar-
fjöllum í eilífðar-mar«. Hann hefir fullkomnaS starfið og runnið
skeiðið á enda. Og hann þakkar fyrir alt — hneigir sig fyrlr öllum
• og fer, eins og Tagore segir. —
Þegar eg las bók þessa, datt mór hvað eftir annað í hug bók
kfnverska heimspekingsins Lao-tse um tao, »veginn«, alvaldið, insta
kjarna tilverunnar. Blærinn er sá saml. »Allir þessir hlutir, sem
mennirnir kalla dauða«, segir Gunnar, »gefa tveim höndum og
áhyggjulaust af auðæfum sínum — eins og lífið ætlast til — án
þess að verða að fátækari, og gera hvern, sem vill, að trúnaðar-
manni sínum. En mennirnir eru svo heimskir, að þeir loka hjarta
sínu — hver fyrir öðrum og fyrir náttúrunni«.
Og Lao tse segir: »Tao er ótæmandi eins og ríkuleg uppsprettu-
Hnd. Það kallast móðurskautið djúpa. Það er undirrót himins og
jarðar. Það er eilfft og starfar blíðlega og án strits«. »Sá, sem
girnist lítið, mun öðlast það. En sá, sem girnist mikiS, mun fara
á mis viS það«.
Og orð Lao-tse um sjálfan sig: »Eg er eins og rekald og á
ekkert heimili. Allir aðrir hafa gnægð auðæfa, en eg einn er tóm-
hentur. Hvað eg er heimskur! Eg er frá mór. Allir aðrir Ijóma
af hyggindum, en eg einn lifi í dimmunni. Menn hafa ærna dóm-
greind; eg einn er heimskur.
Eg er sem hafið; eg berst áfram í bylgjum og veit ekki, hvar
eg get fundið hvíld. Allir aörir hafa eitthvað að starfa; eg einn
er ólaginn og dugnaðarlaus.
Eg einn er ekki sem aSrir menn, en eg heiðra hina nærandi
móður«. —
Að öðru leyti ætla eg mér ekki að dæma um bók þessa. Ef
tll vill má finna á henni galla — og marga kosti heflr liún,
sem eg hefi ekki upp taliö. En hún er það sem hún er —•
og mun lifa.
Jakob Jóh. Smári.